Vorverkin I…

…eru svo sannarlega hafin, og búin að standa yfir núna í maí.  Enda ekki seinna vænna!

Það er að vísu búið að rigna ansi mikið, en ég get svo svarið það að maður horfir á garðinn grænka enn meira í hverri rigningu.

En svo er það líka þannig að það er ekki allt vænt, sem vel er grænt og sumt þarf að þrífa.

2015 tókum við okkur til og máluðum útisettið okkar, sjá póstinn hérna

060-www.skreytumhus.is-019

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Slippfélagið…

…þessi húsgögn standa úti hjá okkur, árið um kring, og því var kominn svona líka skemmtilegur grænn bjarmi á þau eftir veturinn.  Við rifum því fram Viðar Grámahreinsinn, rétt eins og í fyrri póstinum, og beittum honum á húsgögnin…

Þegar þið farið að hreinsa gráma og mosa af húsgögnum utanhúss er gott að bleyta flötinn og bera svo Viðar Grámahreinsi á og láta standa í 1klst. Nudda síðan með stífum bursta og skola síðan með vatni, háþrýstidæla væri best.

…eins og sést þá ber þetta árangur og allur skítur og grænt gums farið í burtu.  Eins sést að málningin og allt hefur haldið sér mjög vel, jafnvel eftir tvo ár úti við…

…eins og nýtt jafnvel…

…liturinn á útihúsgögnunum er:
047-www.skreytumhus.is-006

…fallega grábrúnn litur, eða kannski bara meira grár litur…

…fyrir framan húsið er líka grindverk og það þurfti að beita sömu aðferð á það…

…spreyja grámahreinsinum og við burstum síðan bara með uppþvottabursta – það virkar vel…

…og þá er búið að hreinsa allt af…

…og hægt að fara að mála og gera þessu til góða!

Ætla síðan að setja inn póst með pallinum og hvernig þær framkvæmdir ganga, ásamt því að sýna ykkur smá sumarblóm! 
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Vorverkin I…

  1. Margrét Helga
    08.06.2017 at 14:28

    Þetta virkar svoooo einfalt þegar maður sér ekki vinnuna sem liggur að baki 😉 En…ætla að fá mér viðar og fara í svalagólfið. Held að það veiti ekki af 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *