Innlit í Múmín-búð…

…en þegar við vorum í Camden Market í London, þá rákumst við fyrir algjöra tilviljun á Múmín verslun. Ég stóðst ekki mátið að mynda smávegis þarna inni…

…en þetta var alveg hreint himnaríki fyrir Múmín aðdáenda…

…ég hló reyndar mikið að þessum – þetta minnir mig mjög á senuna í Toy Story með litlu grænu geinverunum 🙂

…svo fallegir sundpokar, þessar myndir úr gömlu bókunum er alveg yndislegar…

…heil vefnaðarvörudeild bara…

…svo krúttaraleg bók – hefur þessi verið þýdd hérna heima, vitið þið það?

…það var líka mikið af flottum veggspjöldum…

…bakkar sem bara æpa sumar – litskrúðugir og fallegir…

…púðar og sængurver…

…og auðvitað bollarnir og skálarnar…

…allt til – Múmínúr og veski…

…þetta fannst mér reyndar æðislegt – Múmínhúsið og allir memm…

…hversu sætir eru þessir lampar svo – algjör krútt!

…ef ykkur langar að skoða þessa verslun á netinu þá er hægt að gera það með því að smella hér – Mumin Shop Camden

Síðast þegar ég fór í Litlu Garðbúðina þá var líka hellingur til af skemmtilegu Múmíndóti fyrir börn til þar, þannig að ég mæli með heimsókn ef þið eruð á Selfossi.

Eins er sitt hvað til í Epal – sjá hér!

Svo er líka vert að benda á það að mikið af þessum vörum fást líka hérna heima, en bara ekki allt á sama staðnum. Í Líf og list er mikið til, td. geymslupokar, sængurver, skálarnar og margt meira – þið getið skoðað það með því að smella hér: Líf og list – múmínálfarar.

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *