13 ára afmælið…

… var haldið þar seinustu helgi – fyrst skvízupartý með tilheyrandi hljóðum. Kæti og skrækir.
Óskir tánings – rosegold og myndaveggur.
Síðan daginn eftir – fjölskylduafmælið.

Smella hér til þess að skoða DIY-póst með blómahring fyrir myndatöku!

…ég fór að leita að skemmtilegum bakgrunni og inni á síðunni hjá Confetti Sisters fann ég allt sem ég leitaði að – smella hér til þess að skoða



Færslan er unnin í samstarfi við ConfettiSisters.is og Rúmfatalagerinn!

…eins og áður sagði þá vildi dóttirin rosegold-litinn, og það er mjög þægilegt að hægt er að leita bara beint eftir litum. Þetta var því auðsótt mál…

…við fengum okkur rosegold glitrandi hengi og blöðrur í sama lit. Á bakvið setti ég síðan hvítar síðar gardínur, svona til þess að fela skápinn sem þetta stóð fyrir framan..

…annað sem ég fíla að gera í svona “partý-planeringum” er að festast ekki um of í sama litaþemanu. Þannig að ég tók líka smá gyllt og bleikt með, setti í raun smá bland í poka…

…plastdúkurinn er svo seldur í metravís í Rúmfó og ég klippti hann bara í renninga. Hugmynd sem mér finnst henta svo vel í fermingar, því að ef þú ert með svona fallegan renning, þá þarf mikið minna af öðru skrauti…

…og svo er bara að raða þessu öllu saman. Blanda saman í rétta mixtúru…

…til að mynda fékk ég mér ferskjulitaða túlípana, en ekki bleika…


…verandi 13 ára dama þá er afmælisbarnið víst vaxin upp úr að vilja sitja við borðið með “krökkunum”, þannig að aldrei þessu vant stóð það nánast autt og beið bara eftir að gestir tylltu sér eftir þörf…

…en ég setti samt nokkra kökudiska á fæti á borðið og setti mini kleinuhringina á borðið. En þeir eru svo skemmtilegir svona í “skreytingar” og auðvitað til átu, allir elska svona smá sætt með og stærðin er alveg fullkomin…

…við keyptum kleinuhringina hjá Tertugallerý Myllunnar, en þeir eru svona mini hringir. Það er hægt að fá þá með namminu og líka venjulega, með súkkulaði og með karamellu. Sem sé sníða þetta eftir hentugleika – og aftur snilld í fermingarveisluna. Kassinn með 30stk kostaði um 3600 með sælgæti, en 2900kr venjulegir.

Smella hér til þess að skoða…

…og þetta kom mjög vel út á standinum og var mikil lukka hjá krökkunum að velja sér hringina…

…og ég notaði hliðarborðið til þess að stilla aðeins upp á, svona fyrst að ég var ekki með borðstofuborðið uppstillt…

…og það er alltaf gaman að sjá þetta svona uppstillt…

…glerkrukkurnar eru auðvitað bara þær sömu og ég er með í eldhúsinu, en ég tæmi bara úr þeim fyrir svona tilefni. Ég keypti sælgæti í Costco til þess að fylla í krukkurnar ásamt því að vera með snakk í einni…

…ég festi skrauthringina upp með límfestingum úr Costco, þær sömu og ég notaði hérna – smella

…glerflöskurnar eru sennilegast frá því í fyrra, en fengust þá í Rúmfó – eitthvað sem krökkunum fannst alveg æðislegt…

…en þar sem dóttirin elskar ís, þá fékk ég þessar ísskálar í Rúmfó núna – fjörgur stk saman á 499kr og þær voru mjög vinsælar…

…voru síðan líka notaðar fyrir sælgæti, sem sé sótt í glerkrukkurnar og sett þarna…

…alveg óvart var þetta svona svakalega mikið í stíl og smellpassaði við allt saman…

…á eyjuna fór lítill renningur og svo dökk fjólubleikir krusar í könnu, servétturnar voru hins vegar bara með fölgrænum röndum, ekki í “stíl” en samt alveg í stíl. Ódýrar úr Rúmfó!

…þetta eru alveg uppáhalds túlípanarnir mínir, svona fylltir túllar…

…dásamleg fegurð…

Svo er það nú þannig, að mér leiðist fátt eitt meira en að elda og allt sem því fylgir. Þannig að ég er búin að koma mér upp leið til þess að vippa fram ágætisveislu án mikillar fyrirhafnar. Kallið mig bara letihaug.is

…heitur brauðréttur er alltaf snilld, smella hér til að skoða uppskrift. Nema í þetta sinn þó bræddi ég saman pipar- og sveppaost ásamt sýrðum rjóma og helti yfir réttinn. Kom mjög vel út!
Þarna í baksýn sjáið þið síðan satay-kjúklingaspjót sem keypt voru frosin í Stórkaup, rosalega góð og fá svo sannarlega okkar meðmæli…

…stórt fat með snittubrauði og bollum úr Costco, ásamt dásemdar salötum sem mamma gerir. Kokteilpylsur sem eru hitaðar í ofni og sósur með…

…eins og áður sagði þá var smá sætt með á borðinu líka…

…og svo gerði ég svona bakka og hann var mjög vinsæll – fyrir utan hvað hann er bara fallegur að sjá. Silkiskorin hunangsskinka, annað kjörmeti úr Costco, vínber, ananas, ostar, kex, paprikur og bara hitt og þetta sem ég týndi til…

…og draumatertan hennar mömmu sést þarna í baksýn…

…mæli með svona…

…og þetta er sem sé 13 ára afmælið hjá elsku dömunni minni. Ótrúlegt að vera orðin mamma tánings og að hún komi til með að fermast að ári liðnu…

…ég hef sagt það áður og segi aftur, en börnin mín eru það besta sem ég á og ég get vart komið því í orð hversu stolt ég er af þeim.
Endalaust þakklæti og ást fyrir þessar litlu manneskjur

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “13 ára afmælið…

  1. Birgitta Guðjónsd
    25.02.2019 at 19:51

    Einstaklega girnilegt og flott….varð sár svöng að skoða þessar kræsingar(var samt nýlega búin að næra mig vel)…svo ekki sé minnst á hv allt er fallega sett fram…síðbúnar afmæliskveðjur í hús.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *