Litlu útiverkin…

…stundum er maður fullseinn að deila hérna inni því sem maður sýnir jafnóðum á hinum samfélagsmiðlunum. En endur fyrir löngu, hérna í byrjun sumar þá þótti mér tilefni til þess að gera eitthvað fyrir blómin í útipottunum.

Hvað finnst ykkur, er það ekki alveg tímabært? Svona af myndum að sjá 🙂

…alveg magnað hvað það breytir miklu, bara að skella nýjum Thujum í pottana, og svo setti ég Snædrífur með.

Þar að auki eru smá trjálurkar sem eru þarna með, svona til þess að fylla upp í. Ég fékk blómin öll í Byko í ár…

…þar að auki er ég með skál sem stendur úti allt árið um kring, og hún verður svona ryðguð og þreytt reglulega. Við því á ég bara einfalda lausn…

…sama má segja um þessa fuglastyttu sem er líka einn af hlutunum sem úti stendur…

…bæði fékk létta umferð af spreyi og ég nota alltaf Montana spreyjið frá Slippfélaginu. Ath. ég er í samstarfi með Slippfélaginu, en það hefur ekki áhrif á skoðun mína á þessu spreyji, sem hóf að nota löngu áður en samstarfið komst á legg. Þessi póstur er ekki kostaður af neinum.

…snúa á alla enda og kanta, hinkra aðeins á milli umferða og halda brúsanum á hreyfingu…

…og þá er hægt að stilla þessu upp á nýjan leik í beðinu…

…orðið töluvert ferskara að sjá…

…hér sést í trjábolina í pottunum…

…en þar sem ég er bara með eina Snædrífu þá vantaði eitthvað til þess að gefa þessu betri fyllingu…

…fékk mér svo líka eina hortensíu, en náði að ganga af henni hálfdauðri blessaðri eftir nokkur ansi köld vorkvöld og nætur…

…en var á meðan var, og hortensíurnar eru svo fallegar…

…eitt af mínum uppáhalds blómum sem ég nenni ekki að eiga í potti lengur 🙂

…það fer nefnilega ekkert alltaf saman sko, að nenna og vilja eiga eitthvað!

…vona að þið eigið góðan dag!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *