Innlit í Barr Living…

…ég hef nú áður sýnt ykkur inn í Barr Living (sjá hér). En búðin flutti fyrir nokkru í mikið stærra húsnæði á Garðatorgi, í Garðabæ, og vörurnar eru að njóta sín enn betur. Ég átti leið þarna um daginn og fannst alveg kjörið að deila þessu með ykkur…

…ég er alveg sjúklega skotin í flestu sem er inni í þessari búð. Hún er bara svo töff, og svo mikið af svona “öðruvísi” sem er til þarna…

…finnst líka svo töff þessar rustic vörur, grófur viður og annað slíkt í bland…

…geggjaður tímaritahaldari, og æðislegar viðarskálar. Svo eru leirvörurnar rosalega fallegar…

…riiiiisastór spegill þarna í baksýn og flottur eftir því, og stóllinn finnst mér líka æðislegur. Svo ekki sé minnst á litla “hestinn”…

…ein af þessum búðum sem er bara svo gaman að taka flottar myndir inni í…

…við erum með reglustikuna heima og ég elska hana, þetta er einn af þessum hlutum sem allir taka eftir og mæla sig helst við…

…eins eru grófu bastljósin alveg geggjuð. Skuggarnir af þeim eru svo flottir…

…þessi veggplata sem sést þarna í baksýn, ég held að hún yrði líka geggjuð sem rúmgafl…

…ég verð líka að skella inn hérna textanum af heimasíðu Barr Living, því mér finnst hann vera svo sannur og lýsandi:

Markmið okkar er að bjóða upp á fallegar og spennandi vörur sem bæði fegra heimilið og gleðja augað. Ef lýsa ætti stílnum þá er það hin fullkomna blanda af því hráa og því hlýja.

Við viljum gefa fólki færi á að skapa sér persónulegan stíl og kappkostum við að finna og flytja inn vörur sem ekki eru fyrir á markaði á Íslandi og höfum við óendanlega gaman að vörum sem eru svolítið „öðruvísi“ í bland við það hefðbundna.

…þannig að, eins og áður sagði – ef þú fílar svona rustic og gróft, öðruvísi vörur – þá skaltu dempa þér beint í heimsókn – nú eða kíkja á heimasíðuna þeirra BarrLiving.is

…það er útsala í gangi á völdum vörum, allt að 40% afsláttur, og svo fékk ég þær fréttir að nýjar vörur (og geggjaðar!) væru væntanlegar innan skamms. Hlakka til að kíkja aftur, og tek ykkur örugglega með!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit í Barr Living…

  1. Elva Björk
    12.01.2019 at 18:54

    Vá geggjuð búð😍 Hef ekki heyrt af henni áður. Ætla sko sannarlega að kíkja❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *