Ný byrjun ♥…

…ég verð að segja að ég er að sigla full af eldmóð inn í nýtt ár, og það er góð tilfinning. Í fyrradag þá flutti ég fyrirlestur um sjálfa mig, bloggið, hvernig ég hanna herbergi og hvernig ég geri moodboard. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki gert áður en ákvað að láta slag standa og fannst þetta ekkert smá skemmtilegt. Ég hef ótrúlega gaman af því að hitta aðra sem hafa áhuga á því sama og ég og miðla áfram því sem ég kann…

…það var meira segja þannig að ég fann ekki fyrir vott af stressi, heldur bara gleði og spennu. Þannig að ég var bara nokkuð góð með mig og klappaði sjálfri mér á bakið að verki loknu. En yfir í annað, þá langaði mig að taka ykkur í smá hring í eldhúsinu svona að jólum loknum. Svona til þess að sýna ykkur hvað ég held eftir af “jólaskrauti” og það breytist sí svona í vetrarskraut.

Eins og sést hérna þá held ég eftir bæði glærum seríum og greni. Það er nú þannig að jólatré og greni er ekkert sem er bara til í náttúrunni rétt í desember, og mér þykir bara fallegt að hafa grænt í vösum. Það er því kjörið að árstíðaskipta því, og að hafa grenið á meðan vetur er…

…ég er líka enn með snjó í glerkrukkum og bamba, finnst það fallegt að vetri…

…svo eins og þið vitið sennilega flest sem hafið fylgst með mér, þá elska ég að nota svona fallega nytjahluti sem skraut, og ég held því áfram…

…sérstaklega í janúar, tala nú ekki um í svona dimmum janúar, þegar við erum ekki einu sinni með snjóin til þess að lýsa upp skammdegið, þá er bara ekki séns að ég pakki niður glæru seríunum og mér þykir þær yndislega notalega. Þær njóta sín eiginlega enn betur þegar að skrautið minnkaði í kringum þær…

…og þetta er eins og sést alveg augljóslega – jólarestarnar 😉

…diskurinn er svo flottur, ég er sko ekki lítið ánægð með að hafa komið með hann heim í handfarangri frá USA. Þessi er úr Hearth and Hand-línunni hennar Joanna Gaines í Target…

…svo eru það auðvitað blessaðir könglarnir. Hvers eiga þeir að gjalda?
Það er ekki séns að ég pakki þessum elskum niður sko, þeir fá að vera uppi allan veturinn – og þegar ég er uppreisnargjörn – jafnvel á sumrin. Svo fær að vera snjór úti – það er einu sinni janúar!

…er bara súper kát með vetrarstemminguna sem þetta myndar…

…ég sýndi ykkur í desember “jólakúlurnar” sem ég keypti í USA, en á þeim stendur Wish, Joy og Love. Ég ákvað að slíkt væri heldur ekkert jóladæmi og þær eru bara of fagrar til þess að fara í kassann, þannig að áfram dvelja þær…

…mér þykir líka alltaf gaman að ná “náttúrunni” inn, og það finnst mér ég gera með greinunum í gardínustönginni, og hlutum eins og könglunum…

…svo er það náttúrulega með jólarestarnar, klára Nóakonfektið og klára allar kertarestarnar…

…svo er bara komin helgi, einu sinni enn! Þannig að ég segi bara eigið notalega helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Ný byrjun ♥…

  1. Margrét Helga
    11.01.2019 at 07:45

    Mátt sko alveg vera stolt af þér mín kæra! Ekki allir sem geta staðið fyrir framan fullt af fólki og talað. En þegar umræðuefnið er eitthvað jafn hjartfólgið manni og þitt umræðuefni er þér að þá er þetta lítið mál! Hlakka til að sjá hvað þú tekur þér fyrir hendur á þessu ári 🙂 Það verður geggjað!!

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    12.01.2019 at 01:07

    Ég verð að spyrja þig hvar þú fékkst stóra gelrkúpulinn á myndum nr. 12-14? Ég hef nefnilega verið að leita að einhverjum svipuðum 🙂

    Bestu kveðjur,
    Dyggur lesandi 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.01.2019 at 23:07

      Sæl, diskurinn og kúpullinn eru úr Hearth and Hand-línunni hennar Joanna Gaines og fást í Target í USA!

      kv.Soffia

  3. Anna Braga
    13.01.2019 at 10:10

    Fallegt 😍
    Og flott hjá þér að halda fyrirlestur! Hefði viljað sitja hann 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *