Innlit í Sjafnarblóm…

…eins og þið munið um daginn, þá sýndi ég ykkur innlit í Litlu Garðbúðina (sjá hér), sem er núna á Austurvegi á Selfossi.  En í sama húsi, sama inngangi, á efri hæðinni – er einmitt Sjafnarblómið fallega…

…og ég verð nú bara að segja, að ef þið eruð á austurleið – þá er bara skylda að kíkka aðeins við……bara töff……enda er svo mikið til af fallegum munum þarna inni…
…eitthvað fyrir alla, eins og t.d. krúttlegir englar…
…dásamleg afskorin blóm…
…svo ótrúlega margt fallegt í litlar tækifærisgjafir…
…ótrúlega töff hilla…
…fannst líka skemmtilegt hvað ég sá margt sem gæti hentað í herragjafir…
…litli glerboxin og pottastandur eru æðisleg…
…og þessir stjakar – bara flottir…
…þessi er í innhverfri íhugun…
…krúttlegar fæðingar- og sængurgjafir…
…stjörnukertastjaki í glugga…
…mmmmm og sitthvað góðgæti líka…
…svo margt spennandi þarna inni…
…flott hengið – og sjáið vegginn í baksýn – æææði…
…klukkuveikin krælir enn á sér…
…stórmerkileg nuddkerti…
…fírar upp í þeim og notar svo vaxið/olíuna til þess að nudda sjálfa þig eða aðra…
…þarna sést stiginn sem liggur svo niður í Litlu Garðbúðina…
…margir sem eru með svona kúpu-æði núna…
…sem sé af nægu að taka…
…nú hafið þið fullkomna ástæðu til þess að rúlla á Selfoss, möst að gera sér smá ferð yfir heiðina með skemmtilegum vinkonum og njóta!
Knús til ykkar ♥ ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Innlit í Sjafnarblóm…

  1. Margrét Helga
    31.05.2018 at 09:26

    Þetta eru greinilega stórhættulegar búðir þessar tvær! Ofboðslega margt fallegt þarna…er eiginlega fegin að eiga ekki oft leið á Selfoss 😉

  2. Gurrý
    31.05.2018 at 12:39

    Sjafnarblóm hefur alltaf verið svo falleg og nú er bara auka plús að geta kíkt í litlu líka – þetta er alveg spurning um rúnt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *