Af hinu og þessu frá USA…

…ég er að hugsa um að byrja þetta á öfugum enda, og sýna ykkur fyrst smávegis sem ég verslaði í Boston.  Svona áður en ég sýni ykkur frá Boston.  Þetta er ekki tæmandi listi, en ég verslaði ekkert mjög mikið heimilis- eða jóladóterí og hér er reyndar megnið af því…

…ég sá sem sé þennan fallega hvíta löber í Target…

…ég er alltaf með veikan blett fyrir fallegum löberum, og þessi náði yfir allt borðið okkar ( sem er 2,20 ) þannig að mér fannst hann bara verða að koma með heim.  Frekar grófur, en með smá svona silfurþræði sem lætur hann bling-a smávegis. Þið getið kíkt á hann inni á Target hérna (smella)

…eins og ég á eftir að segja ykkur frá og sýna, þá er Joanna Gaines með línu inni í Target.  Þessi hérna kökudiskur var hluti af henni og barasta of fagur til þess að fá ekki að koma með heim.  Þið getið skoðað hann með því að smella hérna

…sömu söguna má segja af könnunum tveimur fallegu.  Við gætum auðvitað tekið smá tíma í að ræða hvort að mig vantaði könnu, svarið er nei, en svo má líka ræða það að svona kanna kostar t.d. sama og einn áfengur drykkur, sem ég hef aldrei bragðað á, þannig að er ég ekki bara að spara 😉
Hærri kannan er úr Joanna Gaines línunni, en hin er frá Threshold-merkinu og baðar frá Target líka.  Litli bollinn/kannan sem stendur Joy á er líka frá henni Joanna vinkonu minni.  Ég var mjög sátt við hana þarna úti…

…litli bílinn er svo hluti af jólaskreytingum sem fást í Target, og mér þótti bara ómótstæðilegar…

…ég setti gamlar gervilengjur úr Ikea á krónuna okkar, en stjörnurnar eru gamlar frá Rúmfó – en ég held að þær fáist ennþá…

…ég er svo með sömu lengjurnar fyrir ofan eldhúsgluggann…

…og þið sjáið síðan þennan fremsta ♥ 

…sjúbbídú – ég gat ekki skilið hann eftir sko – mér finnst hann alveg hreind dásemd!
  
…ég er líka endalaust og botnlaust spurð út í stjörnustjakana mína fallegu.  En ég keypti þá fyrir ansi löngu síðan í A4, og þeir eru frá Bloomingdale-merkinu að mig minnir.  Það fengust svipaðir í Fakó, en mér sýnist þeir ekki vera til í netverslun…

..svo verð ég að benda á dásamlegu postulínskúlurnar sem eru innan í kúplinum…

…þær eru æðislegar!  Koma frá Rae Dunn-merkinu og fengust í TJ Maxx…

…ég er enn að gera það upp við mig hvort að þær fái ekki bara leyfi frá því að vera bara jóla og verði svona heilsárs…

…en ég er sko ekki hætt…

…meira frá henni Joanna Gaines “minni” og nú allt svona nytjahlutir í eldhúsið…
 
…sleikjur og mæliskálar – nú þarf ég bara að nenna að baka!
  
…og jú, við erum alltaf með svona gróft sjávarsalt, þannig að mér fannst skálin með lokinu æði!

…það er eitthvað aðeins meira, en við skoðum það saman seinna, ég er víst búin að glenna nóg í bili… 

…knús til þín og njóttu dagsins! ♥  ♥ 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Af hinu og þessu frá USA…

  1. Hrönn
    04.12.2018 at 20:09

    Alltaf svo gaman að skoða síðuna þína og fá fullt af hugmyndum sem við getum unnið með 😀 takk fyrir að deila hugmyndum þínum með okkur 🎅🏼🤶🏻🌲💖

  2. Vala
    04.12.2018 at 20:49

    Geggjað, vill fá að sjá meira 🙂

  3. Margrét Helga
    05.12.2018 at 12:35

    Yndislegt 🙂 Og maður þarf sko ekkert að réttlæta það að kaupa sér svona dásemdir…það er sko bara allt í lagi 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *