Boston baby 2018…

…það voru sérlega kátar vinkonur sem lögðu af stað í leiðangur þann 22.nóvember síðastliðinn!  Búnar að bíða í heilt ár, frá seinustu ferð (Glasgow 2017) og hálft ár frá því bókað var.  Haldið var til Boston og það á sjálfan þakkargjörðardaginn…

…fallegt útsýni út um gluggann á leiðinni…

…og að vanda biðu okkar “litlu” jólin í formi fyrirfram pantaðra pakka…

 …herbergið var æðislegt, og hótelið – eins og áður – var Royal Sonesta sem er að okkar mati alveg geggjuð staðsetning.
Beint á móti Cambridgeside Galleria mallinu…við lentum í Boston rétt um kl 18 að staðartíma og vorum komnar á hótelið um kl 20.  Opnaðir pakkar og svo fljótlega bara farið í ból – vöknuðum svo ferskar um kl 3 að nóttu og haldið beint í yfir í mallið.  Því að jújú, þetta var Black Friday og þá opnar á miðnætti og er opið alla nóttina.

Það er hins vegar ekkert brjálað í búðunum, það virðist vera kannski á miðnætti eða í raftækjaverslunum, en ekki í mallinu.  Þetta var bara kózý…

…og jólin stelpur, jólin! Það er svo fallegt skrautið þarna…

…þarna var klukkan að verða 8 að morgni og við búnar að leggja nokkra tíma að baki okkur við rölt.  Þið sjáið hvað það er tómt í kringum okkur, en þessar eru smá lúnar og þurftu að fara að komast í morgunmat…

…margar búðir voru þó eins og þar hefði hlaupið um vísundahjörð – en þetta er samt undantekningin…

…en það sem maður vorkennir fólkinu sem þarf að taka til eftir svona…

…þarna sjáið þið konur í ham, það er verið að skipuleggja og plana og ákveða – þetta er tekið alvarlega…

…þegar við komum út var ekkert jólaskraut á hótelinu, en þegar við komum úr mallinu, þá var allt í einu bara púff! Búið að skella upp jólum…

…stór kostur við staðsetninguna og mallið – það er Cheesecake Factory 3 mín frá okkur! Amen!

…alls staðar jólafreistingar…

…og mikið af varningi sem gefur til kynna hversu lítið vinsæll forsetinn er…
 
…við hittum síðan ammmerískan jólasvein, jújú – við erum alveg fullkomlega normal að fara í myndatöku…

…svo er alltaf frábært að kippa með sér ostakökum upp á herbergi…

…árla á laugardagsmorgni fórum við með Uber í Wrentham Village Premium Outlets.  Þetta tók ca 40 mín í keyrslu, og við vorum mættar bara um kl 8 að morgni.  Borguðum ca 70$ fyrir Uberinn sem var töluvert ódýrara en hjá öðrum sem tóku leigubíl. Best að hlaða niður Uber-appinu. Eins er möst að skrá sig í online VIP-klúbb hjá outlet-inu, og þá ertu að fá auka afslátt hér og þar…


…staðal öryggisbúnaður hjá konu í verslunarferð 🙂

…og meira borðað – jújú, þetta var allt súper hollt og svona…

…Disney outlet, og ykkar kona stundi af sorg yfir að börnin eru vaxin upp úr svona krúttheitum…


…”zetta er allt zvo zætt”…

…sumsstaðar var röð, eins og t.d. í Adidas outletið, en ég beið kannski í 7 mínútur eftir að komast inn, og við erum líka að tala um að peysur voru að kosta $15-$20, og sama með skó…

…við stóðum líka í stutta stund í röð fyrir utan Michael Kors, en þar inni voru konu að ganga af göflunum þar sem það var 70% afsláttur af öllu í búðinni, og þar að auki 15% af því verði.  Þannig að við vinkonurnar Kors-uðum okkur upp, í fyrsta sinn á ævinni…

…þegar maður vaknar á undan hinum er gott að geta verið á snappinu og bara í símanum almennt…

…og svo er gott að vera vel giftur og eiga dásamlegan eiginmann sem þekkir hvað sín kona er léttbiluð og kippir sér ekkert upp við að redda aukatöskum…

…sunnudagsmorgun og það er brunch á Cheesecake! Rétt er að taka það fram að þessi póstur er ekki sponsaður af Ostakökuverksmiðjunni góðu…

…skál í mímósum…

…ommnommnomm…

…búningsklefasjálfa á meðan hinar máta.  Jú, ég þramma alltaf um á smá hælum, það er bara þannig…

…þetta var algeng sjón sko, fararstjórinn tekur á sig skellina og gengur alltaf fyrstur til þess að vernda hjörðina…

…geggjaðar tröppur í Uniqlo…


…þessi hérna var alveg mannhæðarhár, en þetta væri sniðug hugmynd til þess að útfæra fyrir skartgripi…

…hér er ykkar kona komin í TJ Maxx…

..þetta eru allt saman “pils” á jólatré, það var svo mikið úrval og mikið af fallegum…

…þessi grófu hvíti fannst mér æðis, og núna horfi ég á þennan bleika og sé eftir að hafa ekki keypt hann inn til dótturinnar…

…svo fallegt í eldhúsið…

….falleg föt…

…ekki eins falleg föt, en skemmtileg 🙂

…mikið af fallegu veggskrauti…

…og geggjaðir glerdunkar, báðir svo flottir.  Þessi sem er eins og Eiffelturninn sko!


…dásamlegt þegar konur koma töskulausar til útlanda, og versla sér bara tösku “on the go” – þá þarf svo lítið að halda á pokum…

…smá lúnar, en svo kátar…

…nei sko, það eru líka hús í Boston!

fararstjórinn er líka öryggismálafulltrúi og fylgist vel með hvað er að gerast í kringum okkur…

…nú og hér er pökkunarstjórinn að framkvæma pökkunargaldur – það er mögnuð sjón…

…við höldum að þetta sé ljótasta jólapeysa í heimi!

…mánudagur og seinasti dagurinn runninn upp.  Við örkum um í “mallinu okkar”…
…Bath and Body Works…

…þarna er mikið gott að þefa af…

…æðislegir stjakar fyrir ilmkertin…

…og þessir stjakar voru ÆÐI!

…seinasta ostakökusneiðin…

…ha nei sko, þetta er farangur þriggja kvenna….
…kózýsokkar on the go – þessi kann að ferðast…
…svona að lokum á væmnu nótunum.  Það sem ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar tvær dömur, við kynntumst fyrir 10 árum en þær eru mér svo mikilvægar og ég er svo heppin að eiga þær að.  Vinátta er eitthvað sem er aldrei hægt að ofmeta og það er mikilvægt að hlú að henni, það þarf ekki svona vitleysis verslunarferðir til þess, heldur bara að gefa sér tíma til þess að hittast – spjalla – fá knús – fá pepp – og hlægja.  Hlægja eins og maður sé á launum við það! 
Þið bíðið svo spennt áfram, því að það kemur sér Target-póstur, það bara þarf!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

2 comments for “Boston baby 2018…

  1. Gurrý
    13.12.2018 at 08:24

    Hahahaha VEL GERT, þetta er sko keppins – pant koma með í næstu ferð 😀
    Ég trúi ekki að þið hafið verið Michael Kors Virginíur, ég elska þetta merki og yfirleitt alltaf slæðist ein ný með heim.

  2. Margrét Helga
    14.12.2018 at 08:39

    Greinilega geggjuð ferð!! Langar svo að kíkja einhverntímann til Boston…fer að vinna í því 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *