Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

…ég hef sagt það áður, og segi það enn og aftur – ég elska barnaherbergi. Þetta eru svo skemmtileg rými, maður hefur fullt leyfi til þess að gera þetta bara þannig að það bjóði upp á svæði til þess að leika, skapa, dreyma og vera. Eiginlega ætti maður að hugsa öll herbergi eins og barnaherbergi ♥

…svo bara til þess að fara með ykkur á byrjunarreit – þá var herbergið svona…

…og rúmið var í öðru minna herbergi. En daman var flutt í stærra herbergi og svo þurfti bara að dúlla við þetta…

…og eins og alltaf, það er fyrsta og ein áhrifamesta leiðin til þess að breyta rými, að mála veggina. Verið óhrædd við að mála alla veggi, það gerir rýmið bara hlýlegra og fallegra – að mínu mati 🙂

Daman sem á þetta herbergi er 9 ára og hún vildi helst græna veggi. Oft þegar að krakkar velja liti þá leita þeir beint í sterkustu tónana, það er bara í eðli þeirra. En sjálfri finnst mér ekkert athugavert við að beina þeim í átt að mildari og þægilegri litatónum, því að þannig eldist herbergið mikið betur. Við völdum því Huggulegan, sem er Frk.Fix-litur frá Slippfélaginu.

„Grágrænn ljós litur sem minnir á sumarið. Fallegur tónn sem passar vel við áberandi innréttingar, grafísk myndverk og í eldri húsum. “

– Sesselja Thorberg innanhússhönnuður 

…áður átti daman rúmið, skrifborðið og fataprestinn. Ásamt hillu sem sést ekki á þessari mynd. Undir rúminu er skúffa með aukarúmi fyrir næturgesti, þannig að við urðum að gæta þess að hafa pláss fyrir það…

…þess vegna fannst mér Varde-hillan úr eldhúsdeild Ikea vera snilld þarna inn. Hún er löng og með skemmtilegum snögum undir, þannig að auðveld var að skreyta hana skemmtilega inn í rýmið…

…og það er alveg magnað hversu mikinn persónuleika hillu geta blásið inn í pláss…

…ég reyni oftast að setja inn fallega blómapotta á smá gerviblóm, eða alvöru ef eigandi herbergis er líklegur til þess að nenna að sinna. Svo er bara að skreyta með þeim hlutum sem barnið á fyrir. Auk þess er snilld að nota fallegar öskjur til þess að flokka dót og svo eru þær bara fallegt punt…

…eins og sést þá er skemillinn fallegi frá Rúmfó þarna sem aukasæti, en auðvelt að setja hann á rönd ef á að draga rúmið út…

…lítil motta til þess að ramma inn plássið…

…dásamlegar myndir frá Ikea, sem að smellpössuðu við litinn á veggjunum og bara allt sem þarna inni var. Ævintýralegar og fallegar í barnaherbergi…

…það má alls ekki vanmeta hvað bast gefur mikinn hlýleika og karakert. Hér er karfa úr Rúmfó sem er æðisleg fyrir bangsana. Er í miklu uppáhaldi hjá mér núna…

…auðveld leið til þess að gera smá ævintýralegri fíling í barnaherbergið eru fánalengjur, hér er smá fest á spegilinn…

…og auk þess voru þær festa á gardínustöngina líka, sem gerði heilmikið fyrir annars einfaldan glugga. Gardínan er frá Rúmfó og heitir Golma, og liturinn var alveg fullkomin við veggina…

…svo má aldrei vanmeta litlu hlutina. Fallegt lítið kertaglas getur orðið fallegur pennastandur og hér er sætasti límbandsstandur sem ég hef séð. Fékkst í Tiger en er held ég alveg búinn, því miður…

…eitt af því sem ég geri nánast undantekningarlaust er að fá krakkana til þess að velja sér rúmföt. Með því sérðu svoldið hvaða litir eru að heilla og hvað þeim líka. Ungfrúin hér valdi sér einhyrningasængurver

…ég fann síðan inniskó í stíl og sparibauk og litla styttu í Rúmfó, allt sem að henni þótti æði….

…svo valdi ég bara skemmtilega púða í sömu litapallettu, regnbogapúðinn frá H&M Home en hinir, og kózý teppið allt frá Rúmfó…

…og það er sniðugt að vera bara með fallegt sængurver og kózýteppi og þá þarf ekkert endilega að vera rúmteppi líka…

…hamingjustaðurinn fyrir einhyrningastelpuna…

…sem var svo ótrúlega ánægð í nýja herberginu, undir himnasæng úr Ikea, og sagði að herbergið sitt væri ótrúlegt…

…mér finnst alltaf svo nauðsynlegt að ná vissri ró í barnaherbergin, þannig að þeim finnist þau vera griðastaður til þess að vera í rólegheitum, en ekki bara leiksvæði. Það hefur í það minnsta virkað vel fyrir mig hingað til 🙂


…ég vona að ég hafi náð að svara öllum spurningum sem þið gætuð haft, en annars er ykkur velkomið að skilja spurningar eftir hér fyrir neðan!
Njótið dagsins… ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Stelpuherbergi – fyrir og eftir…

  1. Rannveig Ása
    02.10.2019 at 11:31

    Ótrúlega vel heppnað og í þessu litla herbergi á hver hlutur sinn sess. Fullkomin harmonía, snillingur. 🙂

  2. Elísabet María Ástvaldsdóttir
    03.10.2019 at 00:21

    Fábært og vel heppnað.
    Þú ert svo mikið yndi. 🙂 Takk fyrir alla vinnuna þína sem þú deilir og er svo gefandi og hvetjandii.

    .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *