London – Gaman Ferðir…

…eins og ég sagði ykkur af í þessum póst (smella) þá fékk ég boð í að fara til London á KYLIE TÓNLEIKA í samstarfi við Gaman Ferðir……og eldsnemma á fimmtudagsmorgni héldum við af stað…
…og flugum inn í Breska haustið…
…og um leið og við lentum á Gatwick…
…þá var enginn vafi á því að þú ert í Bretlandi hennar hátignar…
…ótrúlega flottar myndir af drottningunni, búnar til úr ljósmyndum af þegnum hennar…
…ótrúlega flott að sjá…
…við tókum bara Uber niður á hótel, ráðlegg ykkur að hlaða niður Uber app-inu í símann.
Við gistum á hóteli sem heitir Holiday Inn Kensington Forum.  En það er virkilega skemmtilega staðsett í Kensington.  Stutt að labba út á Gloucester Rd sem er með fullt af veitingastöðum og svo er þetta einstaklega fallegt hverfi…
…og herbergið okkar var bara mjög gott og þægilegt, og frábær morgunverður innifalinn…
…og breska vorið fór blíðum höndum um okkur, veðrið var hreint dásamlegt 16-18° stiga hiti og sól…
…og hversu breskt er þetta? Fish and chips sko…
…við skelltum okkur á veitingahúsakeðju sem heitir Byron og er með virkilega góðum mat…
…ég fékk mér kjúklingaloku með avocado…
…og við deilum nachos – allt mjög svo jömmí…
…eins og alltaf þá verð ég að stoppa og dáðst að blómasölustöndunum…
…dásamlegt bara…
…og þú ert aldrei að velkjast í vafa um hvar þú ert…
…síðan tók að skyggja og við lögðum af stað í O2 Arena. Það er ágætt að nefna að umferð í svona stórborg er svo yfirgengilega mikið meiri en við eigum að venjast, að þrátt fyrir að fara af stað rúmum tveimur tímum fyrir tónleika, þá vorum við að koma á staðinn rétt um kortir í 20:00 – þannig að passið ykkur að gera ráð fyrir drjúgum ferðatíma…
…sviðið var æðislegt…
…kona, og kall, voru sérlega kát með lífið…
…og æskuædolið stóðst allar væntingar og mjög svo rúmlega það…
…ég er að segja ykkur að ég hló, ég grét, ég söng, ég woop-aði, ég grét, ég söng, og ég grét.  Þetta var einn alls herjar tilfinningarússíbani…
…hér sést þolinmóður yndislegur eiginmaður, og útgrenjuð tilfinningaútkeyrður Kylie-aðdáandi. Þetta er geggjað show, hún var æðisleg og ótrúlegt hvað svona mikill fjöldi fer skipulega inn og út úr svona risahöll…
…daginn eftir, eftir að hafa snætt indælis morgunverð í rólegheitum, þá lögðum við af stað labbandi um hverfið “okkar”…
…í sama ljúfa haustverðinu og við nutum alla ferðina…
…og það er þetta sem ég nýt þess svo að skoða þegar við förum erlendis…
…að rölta bara um og skoða umhverfið…
…sérstaklega í borg eins og London sem er svo full af sögu…
…inn á milli eru svona eins og lítil “þorp”…
…meðan á öðrum stöðum þá eru húsin svo reisuleg og ríkmannleg…
…það er bara svo merkilegt líka að hugsa um hversu langa sögu þessi borg á…
…hurðar – elska þær…
…lítil og krúttaraleg blómabúð í Kensington…
…svo þarf maður bara að horfa í kringum sig…
…því stundum eru það bara skuggarnir sem eru að mynda eitthvað fallegt…
…get ekki annað en dásamað aftur veðrið…
…gamlar kirkjur út um allt…
…meira segja ljósastaurarnir eru fallegir…
…elskulegi eiginmaðurinn og kærasti til 24ra ára…
…og hann er mikið betri að pósa en ég nokkurn tímann – spurning um að láta hann opna blogg bara…
…við röltum síðan yfir í Kensington og Hyde park og nutum þess að horfa á haustlitina…
…það sést ekki á þessum myndum en það var hellingur af hundum þarna á hlaupum, og íkornum að hoppa á milli trjánna – sem sé allt eins og það á að vera…
…við gengum eftir götu sem er tileinkuð Díönu prinsessu…
…og gengum fram á minnismerki um hana, sem er mjög fallegur gosbrunnur…
…friðsæll og fallegur staður…
…ég á ekki séns sko!
…og vatnið sem er þarna í Hyde park á sér sögu…
…en það var útbúið af mannahöndum 1727-1731, en litlar tjarnir og vötn sem voru á þessu svæði voru sameinuð í eitt stórt…
…fallegur minnisvarði…
…svo var hér annar minnisvarði, sem er reyndar tímabundinn! Listaverk úr yfir 7500 olíutunnum sem flýtur á vatninu (sjá hér)
…nýtt…
…og gamalt…
…og eftir að hafa gengið í gegnum allan garðinn, þá vorum við komin í Oxford stræti…
…smá ráp í búðir, þar sem nokkrir kjólar læddust í poka…
…jú fleiri en einn…
…Friends aðdáendur skilja afhverju ég skríkti við þennan…
…og svo loks smá næring – ekki veitti af…
…nú London, England = hattar fyrir dömur, ekki satt?
…nú bara til þess að benda á hversu vel ég er gift, þá gengum við sennilega 10km á sunnudeginum, fyrir heimferð, til þess að leita að nepölskum jólaullarsokkum sem ég sá í búð á Oxford stræti á föstudeginum, en keypti ekki! Lexían er – stundum þýðir ekkert að vera að reyna að feika skynsemi og að maður þurfi ekki meira 🙂
…en sumir notuðu göngutúrin til að dáðst að því sem þeir elska…
…nefni ekki nein nöfn, en það er annað okkar en ekki hitt 😉 Hitt var alsælt með nepalska jólaullarsokka í poka…
…ég mæli líka hiklaust með að fylgjast vel með hjá Gaman Ferðum en þau eru reglulega með mjög spennandi tónleikaferðir 
…ég er síðan með sérpósta um búðarrápið og um laugardaginn sem við eyddum á Portobello Road.
Ég hlakka til þess að deila þeim með ykkur á næstu dögum!
Svo vil ég enn og aftur senda þakklæti, ást og knús á Gaman Ferðir, og allt starfsfólkið þar! Snilldarhópur sem ég get ekki hælt nóg ❤️
Njótið dagsins !
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “London – Gaman Ferðir…

  1. Svala
    16.10.2018 at 12:25

    Hvernig eru Nepalskir jólaullarsokkar eiginlega???? (og drífa sig með Londonbúðapóstinn takk fyrir kærlega, er nefnilega að fara á fimmtudaginn blikk blikk)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *