Búðaráp í London…

…í frábæru ferðinni okkar hjóna til London með Gaman Ferðum (sjá hér) var farið í smá búðarráp, og ein af nýjum verslunum sem ég uppgvötaði í London var The White Company.  Ég verð að viðurkenna fávísi mína og þá staðreynd að ég hafði ekki hugmynd um þessa verslun áður en ég rambaði á lítið útibú frá henni í kjallara Selfridges í Oxford St.
En það sem hún er flott…
…og jólavaran var komin og jeminn, þetta var mér að skapi! Þessi stjarna var æði…
…og litlu jólatrén…
…þessar komu í nokkrum stærðum…
…það er allt svo fallegt þarna, svo hreinar línur og bara lekkert, – lekkert er orðið…
…og já krakkar mínir, nepalskir jólaullarsokkar.  Þeir eru í raun svo einfaldir, en mér fannst þeir svo flottir og sá þá svo fyrir mér að ég bara stóðst ekki mátið!
Cream
Cream
…geggjuð uppröðun mynda á vegg…
…ég hefði auðveldlega getað fyllt nokkrar töskur þarna inni…
…og allar uppstillingar og búðin sjálf er svo falleg…
…kertastjakar og litlir vasar…
…og jólin sko…
…mig langaði svo í þennan jólapappír…
…geggjaður krans – mjög öðruvísi…
…hefði alveg getað skriðið þarna upp í…
…væri alveg til í að láta færa mér morgunverð í rúmið…
…svo eru þeir með dásamleg ilmkerti og hvert kerti er undir svona glerkúpli, þannig að lyktin sé ekki að “smitast” á milli – snilld…
…athugið að fyrstu myndirnar eru teknar í kjallara Selfridges, en hinar eru teknar í verslun sem er ekki langt frá Harrods…
…allt fallegt…
…í kjallar Selfridges eru auðvitað alls konar verslanir og ég get ekki sagt að ég hafi verið jafn hrifin af öllu…

…en það var samt mjög margt fallegt…

…en þó þarf að gera ráð fyrir því að það taki vel í veskið ef þú ætlar að fara að versla þarna inni…

…gordjöss…

…önnur rándýr verslun sem gaman er að skoða…

…ótrúleg búð í alla staði – eins og völundarhús og íburðurinn þvílíkur…

…dásemdir…

…töff…

…svo er alltaf gaman að sjá skó sem kosta “bara” 130þús kr og maður myndi ekki einu sinni vilja gefins!

…síðan fyrir algjöra tilviljun gengum við fram á “sérverslun” með gæludýravörur – því gæludýrabúð er ekki nógu fansí fyrir þetta!
En hún heitir Love My Human
…þetta var svo mikil snilld, allt svo fallegt og pörfekt – nema miðað inn á kisur og hvutta…
…tja, kannski eru reyndar bollarnir ætlaðir eigendunum…
…mér fannst tjaldið snilld, eins og svo margir eru með fyrir krakkana sína – en þetta er ætlað fyrir smádýrin…
…geggjað flott…
…og rándýr, handsaumuð leikföng – til þess að naga og slefa á 🙂
…ójá…
…samt svo gaman að skoða svona fallegar búðir…
…þrátt fyrir að flest þarna inni kostaði skildinginn…
…jebbs, handunnið skal það vera!
…vona að þið hafið haft gaman af þessu – og næst, þá er það Portobello, en þá er alveg hreint ómissandi ef farið er til London ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Búðaráp í London…

  1. Auður Johannesdóttir
    17.10.2018 at 08:09

    Þar sem þú ert að fara til Glasgow þá er líka the white company búð þar í göngugötunni ilmurinn í þessum búðum er yndislegur

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2018 at 23:40

      Ahhhh – takk fyrir það!

      En reyndar verður ekki úr Glasgow-ferðinni, þar sem að WOW hætti við flugið í desember – því miður :/

  2. Margrét Helga
    17.10.2018 at 09:59

    Ímyndaðu þér ástföngnu fígúrurnar í teiknimyndunum þar sem þær svífa í loftinu, gjörsamlega helteknar, og hjartalaga augu standa á stilkum út úr höfðinu á þeim. Svona var ég þegar ég var að skoða fyrstu myndirnar af jólaskrautinu 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2018 at 23:39

      Haha 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *