Þegar draumar rætast!!

Ójá, það gerist víst stundum!
Eins og ég sagði ykkur frá á Snappinu (soffiadoggg) um daginn, þá fékk ég miklar gleðifréttir nýlega, varðandi samstarf við Gaman Ferðir 🙂
En byrjum á byrjuninni.  Ég hef oft hlegið að því að ég er svona allt eða ekkert týpan.  Þegar ég finn það sem mér líkar, þegar ég tek eitthvað inn á mig, þá er það komið til að vera.  Ég er ekkert að flakka á milli sko.

Þegar ég var var bara smásnuð, þið vitið þarna á seinustu öld.  Nánara tiltekið 1988.  Þá varð vinsæl söngkona sem heitir Kylie Minogue.  Eða sko hún varð vinsæl í Ástralíu og í Englandi, það fór nú lítið fyrir henni hérna heima.  En Soffia litla varð alveg heilluð af henni og þá var málið tekið alla leið.  Ég eyddi nokkrum sumrum í Englandi að passa frændur mína, og þar var Kylie aðalið.  Ég man ennþá tilfinninguna að vakna fyrsta morguninn og vera svo spennt að komast út á High Street bara til þess að komast í blaðabúðirnar. Þið sjáið t.d. þarna á speglinum úrklippurnar……og þarna sést í plagat á veggnum á bakvið, þetta er eiginhandaráritunin, sem ég læri að sjálfsögðu að herma eftir…
…svo er það fermingin, ég og besta vinkonan sko í myndatöku – dannaðar og huggulegar…
…en ég tæmdi einmitt herbergið af plagötum og hengdi bakvið hurð fyrir ferminguna – fyrir mömmu sko – fyrir mömmu…
…hahahaha sko fyrir mömmu…
…plagötin voru samt líka í römmum á veggjunum, það mátti – það var snyrtilegra (já ég veit hvað skyrtan og bara jakkinn er fínt outfit)…
…en ég komst aldrei nær því að hitta hana Kylie, eða sjá, en að fara á Madame Tussauds safnið í London…
…og þurfti auðvitað að fara aftur þegar að vaxmyndin fékk nýja hágreiðslu – og já, jakkinn, og hatturinn, og pilsið á myndinni fyrir ofan – eru allt Kylie-inspíruð outfit…
…en maður reyndi mikið að líkjast þessari dömu, með mjög svo slæmum árangri 🙂  Þetta er t.d. fyrsta hljómplatan hennar, og ég fór að sjálfsögðu í það að kaupa mér hatt og klippa af toppinn, ég var með rennislétt hár – þið getið bara ímyndað ykkur árangurinn!
Image result for kylie minogue first album
…og þið eruð eflaust farin að þekkja mig ansi hreint vel, og söfnunin var tekin alla leið!
Póstkort…
…og plötur og smáskífur…
…enn fleiri til en sjást hér…
…fjöldinn af möppum með úrklippum, og hér er það sem ekki komst í möppur…
…auðvitað úrið…
…og pantað úr aðdáendaklúbbinum.
Svo munið þið eflaust eftir því að það komu svona auglýsingar í ABC og Æskuna þar sem hægt var að skiptast á plagötum og öðru slíku.  Ég mátti ekkert vera að því að skrifa svoleiðis bréf.  Þannig að ég fór inn á skrifstofu til pabba, hringdi í símaskránna og gaf upp heimilisföngin hjá krökkunum sem voru að skiptast á – og hringdi svo í viðkomandi!

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað krakkarnir sem ekki gáfu upp nein símanúmer, voru undrandi þegar hringt var í þau og beðið um lýsingu á Kylie-plagatinu þeirra, svo ég vissi hvort að mér vantaði það eða ekki 🙂 Hahaha, ég var aldeilis ágæt!
En eins og ég sagði frá á snappinu þá er ég að fara í smá samstarf með Gaman Ferðum, og ætla fæ að vera fararstjóri í nokkrum ferðum hjá þeim á næstunni – ef vel gengur!  Til þess að starta samstarfinu er ég að fara á Kylie tónleika í London núna 27. september. Nei, bíðið aðeins – ÉG ER AÐ FARA Á KYLIE TÓNLEIKA Í SEPTEMBER!!!!

Ég hef einu sinni séð hana live og það var 2001, þá fór ég að grenja! Þannig að ekki vera hissa ef ég grenja líka núna!
…sko að segja að ég sé spennt er mjög svo vægt tekið til orða!
Mæli líka almennt með að fylgjast vel með hjá Gaman Ferðum en þau eru reglulega með mjög spennandi tónleikaferðir
…og þegar ég sagði frá þessu á snappinu, þá eins og alltaf, voru viðbrögðin yndisleg! ♥
…næsti póstur!
Þá segi ég ykkur frá jólaferðinni sem ég er að fara með Gaman Ferðum, og vonandi þér líka! ♥

1 comment for “Þegar draumar rætast!!

  1. Margrét Helga
    18.09.2018 at 16:06

    Ekki nema 9 dagar í herlegheitin þegar þetta komment er skrifað!! Er hrikalega ánægð þín vegna, skemmtu þér frábærlega!! Hlakka til að sjá öll snöppin frá ferðinni 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *