Innlit á Korputorgið…

…og þá á ég við í Rúmfó, Ilva og oggulítið í Pier.

Seinasta fimmtudag var ég nefnilega svo lukkuleg að hitta elskulegar vinkonur mínar og taka með þeim rúntinn.  Við hittumst svona reglulega á fimmtudögum og tökum netta búðarrápsferð, fáum okkar að borða og hlægjum á okkur gat.  Þetta eru svo ótrúlega miklar gæðastundir – og ég mæli svo sannarlega með svona stelpukvöldum – svo ég minnist ekki á þessa gæðakonur sem ég á að!

Við keyrðum upp á Korputorg, því að þar er snilld að taka rúnt sem er þá alltaf hjá oss er Rúmfó, Ilva, Pier.

Fyrst í Rúmfó – og þar er útsala, og þar eru t.d. þessar körfur á þvílíkum snilldarprís – mæli með þessu!

…ég er t.d. með “Home”-körfurnar þarna í forstofunni – og ég fann hana líka hér, á heimasíðunni þeirra…

…svo er það þessi bjútí…

…sem er kominn á enn betra verð – hér á heimasíðunni

…þessi hérna flotti, sem ég notaði í meikóver hjá Snappdrottningunni Guðrúnu Veigu, er kominn á útsölu…

…sjá hér á heimasíðu RL og hér er meikóver-ið hennar Guðrúnar Veigu

…þessar finnst mér æði – sem kertakrukkur (t.d. úti á palli að sumri) og svo líka sem blómavasar…

…þessir hérna ferlega rómó og sætir…

…mér finnst þessar geggjaðar, í krakkaherbergin eða bara hvar sem er. Svo eru líka pokar í sama stíl…

…þessar Valdemar luktir finnast mér æðislegar – enda alltaf verið svag fyrir Valdimörum…

…töff skrauthús – ekta í unglingaherbergið…

…þessir eru svo spennó, töff málaðir – td. í svörtu…

…litlu kassahillurnar sem hefur verið að spyrja um…

…risa stórt hauskúpubjórglas – en kannski meira töff bara sem kertastjaki?

…sætar könnur…

…og þessi lína er falleg…

…sérstaklega skálarnar…

…ferlega töff stólar…

…og uppáhaldsborðið mitt!  Mér finnst það geggjað…

…kassahilla – æði í krakkaherbergið, en líka sniðug fyrir t.d. naglalökkin…

…þessi eru spennandi – kassi með 10 römmum til að útbúa myndavegg…

…og þessar eru æði!

…stórir rammar með fallegum texta…

…líka til í svörtu…

..svo erum við komnar í Ilva

…töff luktirnar…

…og myndaveggir – líka skemmtilegt að mála svona rönd á vegg…

…þetta borð sko!

…ástarsæti fyrir tvo…

…skemmtileg gervi hengiblóm…

…úúú svo fínir á litinn…

…þessar hillur sem sjást þarna eru snilld – taka ferlega lítið gólfpláss en gefa heilmikinn svip…

…ok, þetta heillar mig…

…og þarna er skápur drauma minna…

…meiri töff sófaborð…

…en það sem dró mig að sér þarna…

…var þessi hér!

…ferlega flottur ♥

…bleikur, grár og hvítur – bjútífúlt kombó…

…meira svona rustic…

…töff borðstofuborð…

…og þessi ljós eru ferlega töff…

…eins þessi hér!

…skemmtilega pastellituð borðstofa…

…og svo yfir í svart og hvítt…

…föngulegir fætur…

…skemmtilegt að hafa stækkunina svona í öðrum lit…

…eins er skemmtilegt að stækkunin sé bara svona sér borð, sem hægt er að nota annars staðar á milli tilefna…

…hrikalega flott ljós…

…þetta forstofuhengi er auðvitað æði…

…og þessir þættu mér sætir í forstofuna fyrir lyklana…

…bambusstigarnir voru á útsölu og kostuðu bara 2990kr…

…og þessi voru svo falleg, en kannski í dýrari kantinum…

…svo fallegar karöflur…

…og lítil gervijólatré…

…núna erum við komnar í PIER, og þar fannst mér þessi kúpull alveg æði – svo fallegur í laginu…

…svo sá ég líka tvenna spegla þar sem mig langaði að benda ykkur á og það eru þessir, Fenetre (smella)

Velsen (smella)

…langaði að benda á þá, svona af því þeir eru svipaðir mínum, sem ég fæ svo mikið af fyrirpurnum um 🙂

Var ferlega skotin í þessum, svo fallegur á litinn…

…stóra fulgabúrið, vasarnir á gólfinu – þarna er ýmislegt…

…eins fannst mér þessir hérna dulítið skemmtilegir – svona öðruvísi…

Annars segi ég bara góða helgi og knúsar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit á Korputorgið…

  1. Margrét Helga
    16.01.2017 at 12:33

    Takk fyrir þetta innlit mín kæra 🙂 Sá sko alveg slatta sem mig myndi langa í, og þá kannski sérstaklega í strákaherbergin (af því að ég ætla sko að vera svo dugleg að græja þau fljótlega…já einmitt…. 😉 ) Og svo auðvitað þessi geggjaði arinn!! Vá hvað hann var fallegur!! 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *