Sumarsvæði í Rúmfó Bíldshöfða…

…hann Ívar “minn” í Rúmfó á Bíldshöfða bað mig núna á dögunum að setja upp smá útisvæði hjá þeim í búðinni.  Það sem meira er, útisvæðið er inni. Þannig að við fórum í smá pælingar um hvernig væri skemmtilegast að gera þetta, og ég fékk þá hugmynd að setja bara upp tvær pallettur, ofan á hvor aðra og veggfesta þær.  Þannig fengum við svona smá “útipalla”-fíling upp á sýningarpallinum. Eins settum við þverspýtur til þess að fá smá svona pergóla-look á þetta…
…og útkoman var mjög skemmtileg þegar búið var að setja þetta allt upp…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…mér fannst einmitt svo gaman að sjá að þótt að settið sé svart með gráum sessum, og veggirnir dökkgráir, þá náðum við samt litagleði inn og sumarfíling…
…sérstaklega skemmtilegt að blanda líka inn með púðum og teppum, og öllu þessu smálega…
…límmiðarnir á veggnum eru seldir sem ruslatunnuskreytingar, en mér fannst þeir bara sætir svona sem vegglímmiðar.  Eins er stemming í kertaluktunum sem hanga þarna í nokkrum sumarlitum…
…eins gerir það ótrúlega mikið að setja hvíta efnið svona hangandi úr loftinu.  Þetta væri erfiðara í framkvæmd utandyra, en mér datt í hug að hægt væri að nota sturtuhengi til þess að ná sömu hughrifum…
..svo er bara að raða saman teppum og púðum, og gera sér kózý hreiður…
…veggpottar gera svo mikið, og ég held að það væri gaman að nýta sér hugmyndina með brettin í heimahúsum, svona til þess að gera kózý stemmingu úti við…
…svo er það allt þetta smáa, sumarskórnir og sætur sundpoki – það er hin fullkomna sumargjöf…
…ég hef líka gaman að því að blanda svoldið saman litum og mynstrum…
…og það er hægt að finna bara einn litatón í gegnum öll mynstrin og láta þau ganga upp saman…

…og hér er allt reddí fyrir kózý sumarkökuboð…
…fuglarnir eru ótrúlega skemmtilegt veggskraut, koma líka blóm og fiðrildi, og er reyndar ætlað inni.  En það spurning hvort að það sé ekki hægt að spreyja þá í einhverju svona glæru og hafa það bara úti…
…smá svona hvítt á pallinum, ekki satt?
…held líka að svona rellur séu skemmtilegt pallaskraut, gaman að sjá þær í rokinu hérna heima…
…ef rör eru of stór í glasið sem þú ætlar að nota, þá er bara að klippa neðan af…
…og kökudiskurinn með kúplinum er á fæti og er úr plasti, snilld á pallinn og í útileguna…
…er þetta ekki bara kózý?  Alls ekkert litlaust í það minnsta 🙂
….ég tók saman lista með nokkrum hlutum hér fyrir neðan, og með því að smella á – þá farið þið beint á síðu Rúmfó og getið skoðað verð og annað slíkt…
Vebbestrup-sett (tveir stólar, sófi og tvo borð)
Púðar
Stór vínglas
Lingon – stólsessur
Hafjell – borð og tveir stólar
Garðskraut – rellur
Lingon – teppi í sófa
…þess bera líka að geta að í dag 1.maí er 20% afsláttur af öllum í Rúmfatalagersbúðunum.
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥ p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

1 comment for “Sumarsvæði í Rúmfó Bíldshöfða…

  1. Kolbrún G
    02.05.2018 at 06:36

    Það er allt svo fallegt sem þú gerir – kv.Kolbrún

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *