Skírdagur…

…er runninn upp og ég er enn að páska allt upp hjá mér.
Þetta smá gerist sko, en svo er það líka þannig að ég er ekkert endilega að taka skrautið niður strax eftir páskahátíðina – heldur er þetta meira svona vorskraut…

…ég fór niður í Rúmfó, eins og svo oft áður, og fann til nokkra hluti sem voru að heilla – og setti saman í þennan litla pistil.
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn.
Eitt af því sem mér fannst æði eru þessi litlu postulínseggjabakkar – þeir komu í bláu, grænu og bleiku.  Ég tók þann bláa…
…það voru líka til ferlega sæt lítil páskaegg…
…og þau eru skreytt á mismunandi hátt, einn texti aftan á og annar að framan…
…síðan er ég búin að vera lengi með augastað á þessum vasa, en hann kemur bæði með silfur- og gullloki…
…og mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg lausn til þess að gera fallega vendi…
…hver stilkur fer í gegnum sitt gat…
…fersk blóm (ótrúlega falleg úr Blómaval) og smá eggjaskraut í postulínsbakka, þetta getur ekki klikkað…
…eins fannst mér þessi kerti og servéttur alveg æði.  Langar að föndra mér egg og setja þessar myndir á þau…
…ég fann líka kertastjaka sem eru ansi hreint Fixer Upper-legir…
…ferlega flottir sko…
…svo voru það litlu páskapokarnir – skemmtilegir undir brauðbollur og annað slíkt á matarborðið.  Eða að setja blómapott ofan í og bara litlar páskaliljur…
…eða þá, að finna nokkrar fallegar servéttur – kerti og jafnvel egg…
…og þá ertu komin með ferlega sæta litla páskagjöf…
…þessi poki fannst mér líka yndislegur
…og svipað innihald…
…svo í lokin, þá tók ég greinar úr garðinu og sneri þær saman í lítið hreiður…
…setti utan um gamla könnu og svo bara rósir ofan í….
…sama mætti gera fyrir túlípana…
…einföld leið til þess að gera smá páskaskreytingu, bara með hráefni úr garðinum…
…annars vona ég bara að þið njótið dagsins!
Gleðilegt páskafrí ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Skírdagur…

  1. Margrét Helga
    03.04.2018 at 13:26

    Tími ekki að kveikja á mínum “Flora Danica” kertum…finnst þau svo falleg 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *