Ég elsk´ann…

…og það er sko engin lygi!
Ég er alltaf að spá, og breyta, og fikta.  Þið eruð farnar að þekkja ferlið.  Ég er búin að vera með þessar frönsku hurðar á hliðarborðinu mínu núna síðan um jólin.  Elska franskar, en var orðin eitthvað leið á þessu.  Held að það sé bara dottið svo mikið vor í mig að mig er farið að langa til þess að létta á hinu og þessu…
…þannig að eftir miklar pælingar og spökuleringar, þá ákvað ég að fá mér bara hringspegil á vegginn.  Ég skoðaði á ansi mörgum stöðum, en að lokum var það Hub-spegillinn frá Esja Dekor sem heillaði mest, sérstaklega út af svarta kantinum sem er allt í kring.  Ef þið viljið skoða nánar, þá er hægt að smella hér og kíkja á….

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Esja Dekor og Slippfélagið…

…spegillinn léttir á og “opnar” eitthvað svo mikið upp alrýmið að þið bara trúið því ekki……get ekki beðið eftir að fara að sjá gróðurinn grænka fyrir utan og endurspeglast…
…en fyrst að spegillinn var kominn, þá varð ég bara að gera það sem mig hefur langað til þess að gera svo mánuðum skiptir – mála hliðarborðið…
…þannig að á miðnætti, þegar allir voru sofnaðir – þá skellti ég mér í verkið…
…málaði hann viljandi “passlega” illa, þannig að liturinn sæist í gegn sumsstaðar…
…svona í stíl við borðplötuna, sem ég ákvað að mála ekki…
…og á meðan ég málaði, þá gat ég horft upp og dáðst að speglafegurðinni…
…og þegar ég var aaaalveg að verða búin…
…endilega takið eftir Ipad-inum, því ég varð auðvitað að glápa á eitthvað svona á meðan ég málaði…
…og ég get ekki neitað að ég er alsæl með lokaútkomuna…
…”passlega illa” málaða hliðarborðið mitt…
…og að vanda þá notaði ég þessi hérna málningu frá Slippfélaginu, en ég er búin að nota hana mjög mikið hér innanhús.  Ég hef ekkert verið að pússa niður áður, eða lakka yfir á eftir, en hef líka verið að nota hana á svona gróf húsgögn, og ef mér finnst þurfa – þá bæti ég bara á þegar að tíminn líður.  Það sem ég hef nú þegar málað með henni hér inni er:
Sófaborð – smella
Glerskápur – smella
Hurðar í forstofu – smella
Bekkur í forstofu – smella
…og þið sjáið þarna saman, hliðarborðið og skáphurðarnar í forstofunni…
…og ég verð bara að segja að ég er í skýnunum með lokaútkomuna – bæði auðvitað spegilinn og borðið mitt…
…mér finnst allt rýmið virka stærra og án nokkurs vafa bjartara, og hliðarborðið er loksins eins og mig langaði að hafa það…
…ekki bara sammála um að þetta sé að virka? ♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Ég elsk´ann…

  1. Kristín Hólm
    31.03.2018 at 08:30

    Þetta er að svínvirka hjá þér, alveg ótrúlegt hvað nokkur pensilför með málningu getur breytt miklu. Gleðilega páska 🙂

  2. Heidrun Finnbogadottir
    01.04.2018 at 12:05

    Serstaklega vel lukkað og smart, það er líka eins og borðið hafi lengst við nýja litinn, gleðilega páska.

  3. Margrét Helga
    03.04.2018 at 13:28

    Geggjuð útkoma 🙂 Og spegillinn hrikalega flottur!

  4. Jane Petra
    03.04.2018 at 22:33

    Þessi spegill kemur ótrúlega vel út og að mála borðið svona svart lætur það vera meira áberandi, bara snilld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *