Stofubreytingar…

…seinast þegar ég skildi við ykkur í stofunni, þá var staðan þessi. Útiborðið okkar komið inn af pallinum og inn í stofu. Alls ekki endanleg lausn en sannfærði mig þó um það að ég vildi endilega vera með þriðja kringlótta borðið þarna…

…eftir mikla leit þá fann ég þetta hér borð í Tekk. En það sem var að heilla mig við það er sú staðreyna að það er með þremur fótum, rétt eins og borðin sem eru fyrir, og borðplatan er úr svona stáli/áli/messingáferð. Í fullkomnum heimi hefði ég kosið að hafa fæturnar aðeins þykkari, en maður fær ekki allt sem maður vill, er það nokkuð?

…þannig að málið var bara að máta, og jú – ég var ótrúlega skotin í þessu þarna…

…er líka sérstaklega að njóta þess að hafa meira frítt pláss og léttara yfir gólfinu, þannig að mottan nær að njóta sín enn betur…

…finnst líka kanturinn gefa því skemmtilegan svip…

…á hinum borðunum eru bakkar úr Fakó (ofan á hliðarborðum frá Rúmfó) og eins og þið sjáið þá er töff að sjá þessar mismunandi áferðir saman…

…nýja borðið er svona brún/svart og jafnvel smá gyllt í því – mjög fallegt…

…ég er í það minnsta að fíla þetta svo vel – þetta var alveg útlitið sem ég sóttist eftir…

…svo er það náttúrulega sérlega skemmtilegt að vera með svona þrjú borð og leika sér með alls konar uppraðanir á þeim…

Smella hér til þess að skoða póstinn um hin borðin tvö!!

…hvað finnst þér? Er þetta ekki bara alveg að virka?
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *