Alls konar…

…nokkrar myndir hérna að heiman, svona eitt og annað smálegt…

…eins og t.d. hvað er fallegra en falleg blóm í vasa, og þessi túlípanar voru alveg draumur…

…þó voru þeir með mikla samkeppni af þessum dásemdar bóndarósum…

…enda eru bóndarósir alveg einstaklega yndisleg blóm…

…svo yndisleg að ég var farin að ferðast með þær hérna um húsið, svona til þess að finna besta staðinn…

…eigum við að ræða þetta eitthvað frekar!

…þessi litli Moli leggst alltaf þarna í morgunsólina, rétt eins og Raffi og Stormur gerðu áður, það tosar alltaf svoldið í hjartað…

…annars er ég búin að vera að létta á einu og öðru hérna heima. Færði bekkinn við endann á borðinu, og svo tók ég glerið úr ljósinu (óþolandi að reyna að halda svona hreinu og án þess að rákir sjáist á því 🙂 )….

…sumir alltaf slakir þrátt fyrir vesenið á mér, en vitið þið hvað er uppáhalds – þessar loppur, sjáið hvað þær eru loðnar…

…ég gaf þetta dásamlega olífutré um daginn, en mátaði það fyrst í eldhúsinu – ég held að mig langi í ólífutré núna, þau eru svo falleg…

…ef þið munið, þá var ég með dásamlega glervasa frá Myrkstore.is á veggnum við glerskápinn, svo fallegir – smella hér til að skoða….

…og ég ákvað að prufa að færa þá inn í stofu, þar sem ég er með nokkrar ljósmyndir og nota þá svona til þess að brjóta þetta upp…

…finnst þeir alveg ótrúlega fallegir þarna…

…er með bæði glæra og gráa…

…en í staðinn setti ég þessi tvö geggjuðu sem ég fékk í Verzlunarfélaginu – smella hér

…en þessir finnst mér æðilegir….

…geta líka verið geggjaðir úti…

…við Moli biðjum bara að heilsa ykkur…

…og vonum að þið eigið yndilegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *