Jólaborð…

…en ég ákvað að setja upp smá jólaborð í fyrra fallinu, svona til þess að gefa smá hugmyndir fyrir ykkur sem eruð að leita að innblæstri.
Í þetta sinn var það frekar klassískt, bara ljósir litir – smá hvítt og gull í bland, og auðvitað – stjörnur.
Aftur er ég að vinna með servéttur og kerti frá Heildversluninni Lindsay, sem að fást m.a. í Krónunni, og er pósturinn unninn í samvinnu við Lindsay.…þessar servéttur voru líka alveg að tala við mig, einfaldar og fínlegar. Hvítar með jólatré sem er samsett úr gylltum hjörtum og með gylltri stjörnu efst…
…í stað þess að nota dúk, þá er ég með efnisstranga úr Rúmfó, sem ég bara klippti niður í rétt lengd, og hann er brotinn til helminga…
…eins setti ég saman tvenna diska, sem er skemmtilegt ef það er t.d forréttur…
…hvítu kertin sem koma 10 saman í kassa eru að brenna mjög vel, og eru svo fallegt í marmarastjökunum frá Rúmfó…
…á borðið setti ég síðan greinar af Thuju og eucalyptus-greinar sem ég bara lagði niður.  Þetta helst alveg ágætlega í nokkra daga, ef þið þurfið að leggja á borð með einhverjum fyrirvara.  Svo bætti ég við nokkrum könglum, og dass af gervisnjó…
…og dásamlega jólatrén á borðinu eru líka úr Rúmfó, tvær stærðir sem koma alveg flatar í pakka og eru hreint æði……trén heita Twig og mér sýnist þau reyndar vera að verða uppseld, en þið getið skoðað þau hér:
Twig tré – smella
…ég fíla borðið reyndar alveg mjög vel svona, finnst þetta vera svona hlýlegt og bara jólalegt.  Passlega jóló…
…og servétturnar passa líka alveg með  glösunum okkar…
…og með gullhnífapörunum, en þau eru líka úr Rúmfó – smella

…og mér finnst alltaf indælt að nota gömlu glösin frá mömmu og pabba, og setti í þetta sinn bara gervisnjó og skraut í þau…
…og þið þekkið mig – það verður auðvitað að vera bambi líka.  Þetta er krúttið úr Pier…
…í sum glösin setti ég fallegu trékertin, en þau glitra svo fallega…
…og útkoman er ósójóló…
…ég gleymdi víst að segja ykkur frá fallegu skálunum sem ég keypti í Tiger núna í vikunni. En þetta er miðstærðin og kostuðu skálarnar 400kr stk, og verandi með stjörnublæti, þá fannst mér þessar æðislegar á jólaborðið.  Svo ákvað ég að prufa aðrar gylltar servéttur svona til þess að ramma skálarnar betur inn og leyfa þeim að njóta sín betur……en mér finnst þessa sérvéttur líka æðislegar og njóta sín vel með hnífapörunum…
…og af því það eru svona snjókorn á þeim, þá er líka fallegt að sjá t.d. svona snjókornaskraut liggjandi á hverjum disk…
…og eins finnst mér alltaf koma vel út að nota skraut sem t.d. servéttuhringi…
…aðeins meira rustic en kemur fallega út og eru líka skemmtilegar litlar gestagjafir…
..en fyrst ég var farin að leika mér að gulli og glysi, þá ákvað ég að prufa með gull- og perlulit kerti með…
…og þau eru líka mjög hátíðleg svona á borðinu, setti líka tvenn stærri með – eins og sést hér…
…þetta verður mjög svo hátíðlegt…
…enn önnur servéttutýpan, gylltar með stjörnum – og stjörnuskál ofan á – þá er ég nú kát…
…er mjög svo skotin í þessu öllu…
…þá mega jólin koma fyrir mér…
…eða hvað – hér er enn önnur týpa með jólakúlum…
…og þá jólakúla sem hvílir ofan á – auðvitað…
…svo má líka notast við þessar – sem eru með fallegu jólatrjámynstri…
…og reyndar hef ég stundum verið með aðrar týpur fyrir krakkana við borðið…
…sem eru með jólasveinum…
…og öðru slíku sem þeim finnst skemmtilegt!
Svo varð ég alveg ástfangin af þessum hérna! Þau er svo svakalega flott…
…mér skilst að þau fáist aðeins í stærstu Krónuverslununum, eins og t.d. í Lindum, en vá…
…mér finnst þetta flottustu útikerti sem ég hef séð…
…það er síðan ekkert mál að blása á þau til þess að slökkva á þeim…
…en hver tímir því svo sem?
…þetta er náttúrulega bara jólafílingur í þessu…
…þá segi ég bara njótið dagsins! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

15 comments for “Jólaborð…

 1. Ingibjörg Th.
  16.12.2017 at 08:24

  Dásamlegt ađ venju elsku Soffía 💕
  Elska sköpunargleđina þína, lekkerheitin og einlægnina sem skín svo dásamlega fallega í gegn alls stađar – bæđi í orđi og verki 💕
  Er sko “eld gamall” ađdáandi verka þinna og les póstana þína þegar ég kemst til. Án efa eins og margir sem erum eins og stjörnurnar á himnum ⭐🌟⭐ viđ erum hérna en sjáumst ekki alltaf 💕
  ÁFRAM ÞÚ!!! HÚ! 💕

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 18:47

   Awwwwww – hjartans þakkir elsku best! Þú varst nú bara að gera daginn minn ansi mikið betri 💕

   • Ingibjörg Th.
    17.12.2017 at 00:23

    🤗😍😘💕

 2. Guðrún María Brynjólfsdóttir
  16.12.2017 at 08:58

  Þú ert snillingur! Svo fallegt

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 18:47

   Kærar þakkir 💕

 3. Stefania
  16.12.2017 at 10:15

  Fallegt hjá þér og gaman að sjá hvað hlutirnir breytast með mismunandi sérvettum😉 en þesdi útikerti eru æði😀

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 18:47

   Takk fyrir það 💕

 4. Helga Helgad.
  16.12.2017 at 11:25

  Mikið ofsalega er þetta fallegt jólaborð hjá þér! Hvar fékkstu útikertastjakana?? Þeir eru mjög fallegir líka.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 18:46

   Hjartans þakkir – þeir fást í stóru Krónubúðunum, eins og útikertin 😉

 5. Ólöf Edda
  16.12.2017 at 19:23

  Yndislegt hjá þér eins og alltaf 😘

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 22:11

   Takk takk 💕

 6. Ásta María
  16.12.2017 at 19:24

  Þetta er allt svo fallegt, viltu ættleiða mig ? Og það er satt, þessi útikerti eru truflað flott..

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.12.2017 at 22:11

   Haha….vertu velkomin barnið mitt 💕

 7. Steina
  16.12.2017 at 23:06

  Þetta er allt alveg ótrúlega flott hjá þér eins og alltaf. Ímyndunaraflið er magnað hjá þér og svo gaman að sjá það sem þú tekur þér fyrir hendur.
  Takk fyrir.

 8. Anonymous
  17.12.2017 at 00:37

  Einstaklega fallegt, eins og allt annað sem þú gerir. Póstarnir þínir eru sennilega uppáhaldspóstarnir mínir og hafa verið í mörg ár. Gleðileg jól, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allan innblásturinn og allt sem þú gerir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.