að kveðja…

…er aldrei auðvelt. Lífið er skrítið, skin og skúrir.

Fyrir rúmum tveimur árum þá kvöddum við Raffann okkar í febrúar 2015 og í desember sama ár þá kom í ljós að Stormurinn okkar var með krabbamein í milta. Hann fór í stóra aðgerð, og miltað var tekið. En skömmu síðar kom greining og þetta var krabbamein sem var í blóðinu og læknarnir gáfu honum 1-3 mánuði ólifaða. Við vorum í algjörri afneitun að trúa því að innan við ári frá því að við kvöddum Raffa, að við yrðum að kveðja Storminn okkar líka.

En þessi elskulegi vitleysingur okkar hélt áfram að hressast og var ávalt áfram glaðasti hundur í heimi. Hann virtist ná sér að fullu. Hann stökk, synti, át, sníkti og elskaði – það sem hann elskaði allt og alla.  Ég ýkji ekki þegar ég segi að þetta var glaðasti hundur í heimi.
Hann gekk nánast aldrei, hann þaut.  Hann stoppaði ekki, hann skransaði.
 Hann hoppaði ekki, hann stökk.  Hann var eilífur orkubolti.

Hann var hress þar til skyndilega á sunnudagskvöld, þá var eins ýtt hefði verið á hnapp og hann varð slappur, og mjög veikburða. Eftir ferð á dýraspítalann í gær, kom í ljós að krabbinn var búinn að taka sig upp og lifrin var full af meinvörpum og farið að blæða innvortis. Hann gat varla staðið í fæturnar og það var var eins og hann greindi okkur varla.

Við áttum því miður ekki annara kosta völ en að þakka Slommanum okkar fyrir alla ástina og gleðina sem hann hefur gefið okkur og leyfa honum að sofna í seinasta sinn 

Við treystum því að hann og Raffi hafi átt fagnaðarfundi og séu sameinaðir á ný 

Við erum hins vegar afar brotin og sorgin er alveg bugandi.

En ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt þennan yndislega ofurStrom.  Hann gaf okkur svo endalaust mikið og hann gaf okkur næstum tvö aukaár, miðað við allt sem læknar sögðu.  Hann beið eftir að við kæmum heim frá París, svo við gátum kvatt hann og fylgt honum hinsta spölin, knúsað hann nokkrum sinnum í viðbót og grúft höfuðið í hálsakotið og sagt honum enn einu sinni hversu mikið hann var elskaður.
Það er kannski viðeigandi að þegar það kom að kveðjustund, þá gerðist þetta eldsnöggt og hratt.  Eins og allt í kringum Storminn var!En svona er lífið, og ég treysti því að við höfum knúsað þig nóg…
…við fengum í það minnsta endalaust af knúsum frá þér!
Molinn á eftir að verða einmanna án þín, eins og við öll.
9 ár með þér voru bara alls ekki nóg.19-IMG_7802Takk fyrir allt og allt elsku hjartans kallinn minn, en mikið afskaplega er þetta sárt og mikið ótrúlega á ég eftir að sakna þín mikið!

Ég veit ekki alveg hvað við eigum að gera án þín ❤

Þú gætir einnig haft áhuga á:

39 comments for “að kveðja…

 1. Anonymous
  26.09.2017 at 18:48

  æi elsku fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur <3 það er svo innilega sárt að kveðja þessa loðnu vini sem mættu nú bara alveg eiga jafn langa ævi og tvífættlingar 🙂

 2. Svala
  26.09.2017 at 18:52

  Innilegar samúðarkveðjur ❤️

 3. Anonymous
  26.09.2017 at 18:55

  Innilegar samúðarkveðjur. Það er alltaf sárt að missa kæran vin. Sérstaklega þessa loðnu bolta sem snerta hjartað okkar á sinn sérstaka hátt 💔

 4. Harpa Hannibals
  26.09.2017 at 18:56

  Elsku Soffía og fjölskylda sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og ótal ❤ risaknús á ykkur öll. Það verður samt yndislegt að ylja sér við minningarnar um Raffann ykkar og Storminn sen við höfum fengið að kynnast í gegnum bloggin þín ❤❤❤

 5. Elva Björk
  26.09.2017 at 18:57

  Innilegar samúđarkveđjur ❤

 6. Birgitta Guðjons
  26.09.2017 at 19:11

  Alltaf erfitt að kveðja……en gott að hugga sig við góðu og gefandi stundirnar…og heppin eru þið að eiga allar þessar yndislegu og fallegu myndir sem vekja upp góðar minningar….og þið fenguð að kveðja…..ekki allir sem vita hv verður um besta vininn, hann getur horfið fyrirvaralaust og eftir er bara óvissa um hvað gerðist…..það hef ég reynt og fékk ekki grun minn staðfestan að fullu fyr en mörgum árum síðar….en engu að síður er skilnaðurinn alltaf sár ekki hv síst fyrir börnin…..bestu kveðjur og rafrænt knús…..

 7. Kristín Hólm
  26.09.2017 at 19:18

  Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Minningarnar eru svo dýrmætar <3

 8. Ósk
  26.09.2017 at 19:26

  Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda 💙💙

 9. Anonymous
  26.09.2017 at 19:32

  Ég fór bara að gráta þegar ég las þetta , Kæra fjölskylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð

 10. 26.09.2017 at 19:33

  Innilegar samúðarkveðjur.

 11. Jóhanna Höskuldsdóttir
  26.09.2017 at 19:58

  Innilegar samúðarkveðjur ❤️ Við þurftum að kveðja Birtuna okkar eftir 11 og hálft ár, fyrir hálfum mánuði 😢 Hún var svo mikill hluti af fjölskyldunni svo ég skil ykkur svo vel ❤️
  Knús á ykkur

 12. Sigríður Þórhallsdóttir
  26.09.2017 at 20:07

  Samhryggist ykkur innilega <3 gæludýrin eru eins og einn af fjölskyldunni svo þetta hlýtur að vera MJÖG erfitt og svo satt sem þú segir að lífið skiptist í skin og skúrir. Vonandi verður í framtíðinni hjá ykkur meira um birtu og skin <3

  P.s ég felldi tár um að lesa þennan póst alveg eins og þegar ég las um Raffa og guð blessi og varðveiti bæði Storminn og Raffa og þeir munu án efa hittast á ný <3

 13. Ásta Ýr Ásgeirsdóttir
  26.09.2017 at 20:07

  ❤️

 14. Þorbjörg Jónsdóttir
  26.09.2017 at 20:07

  Innilegar samúðar kveðjur❤️

 15. Ingunn
  26.09.2017 at 20:17

  Innilegar samúðarkveðjur❤️

 16. Margrét Helga
  26.09.2017 at 20:23

  Samúðarkveðjur og knús elsku fjölskylda…fór barasta að gráta þegar ég las póstinn, get ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður!! 🙁

 17. Gurrý
  26.09.2017 at 20:34

  Elskulega fjölskylda, mikið eru þetta falleg orð um yndisStorminn ykkar. Ég er með fullt af kertum logandi fyrir ykkur og sendi ykkur kærleikshjón.

 18. Guðrún Ýr
  26.09.2017 at 20:48

  Innilegar samúðarkveðjur- ótrúlega fallegur og hjartnæmur póstur hjá þér, ég varð sjálf klökk ❤️

 19. Alexandra
  26.09.2017 at 20:55

  Úff, sárt að lesa. Innilegar samúðarkveðjur <3

 20. Elva
  26.09.2017 at 21:06

  Innilega Samuðarkveðja til ykkar kæra fjölskylda það er virkilega gaman að fylgjast með ykkur a snappinu og yndislegt að sjá hundana ykkar,eg gekk i gengum þetta sama síðasta ár með minn labrador og hefði aldrei trúað hvað söknuðurinn er sár og sorgin mikill 😢En við minnumst þeirra góðu tima sem hundarnir okkar gáfu okkur og sem betur fer hafið þið Mola til að knúsast i🐶🐶🌸🌸💕

 21. Bjargey
  26.09.2017 at 21:12

  Innilegar samúðarkveðjur elsku fjölskylda, mikið finn ég til með ykkur.

  Knús,
  Bjargey

 22. Guđbjörg Valdís
  26.09.2017 at 21:14

  Innilegar samúđarkveđjur elsku fjölskylda. Þađ er sko erfiđara en orđ fá lýst ađ kveđja þessa einstöku vini. Risa knús til ykkar ❤

 23. Jenný
  26.09.2017 at 21:41

  Svo sorglegt. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra❤️

 24. anna sigga
  26.09.2017 at 21:43

  Óóó😢 innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Knús 💕

 25. Ragnhildur S. Björnsdóttir
  26.09.2017 at 22:33

  Innilegar samúðarkveðjur ❤ Þetta er hrikalega erfitt

 26. Kristin Ellertsdottir
  26.09.2017 at 22:37

  æi hvað ég finn til með ykkur! Sendi ykkur risa knús <3 Stormur var heppinn með fjölskyldu alveg eins og þið voruð með hann <3

 27. Ólafía Herborg
  26.09.2017 at 23:16

  Innilegar samúðarkveðjur- ótrúlega fallegur og hjartnæmur póstur hjá þér, ég varð sjálf klökk og kvíði´því þegar að kemur að mínum hundum

 28. Gunnhildur
  27.09.2017 at 00:00

  ❤️

 29. Margrét
  27.09.2017 at 00:07

  Mikið er þetta falleg kveðja um yndislega fallegan hund. Það er mannbætandi að lesa um dýr sem eru elskuð .

  Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra.

 30. Ásta Björg
  27.09.2017 at 15:37

  <3

  • Ásta Björg
   27.09.2017 at 15:38

   <3

 31. Ingibörg Ragnarsd
  27.09.2017 at 16:32

  Samúðarkveðjur alltaf sárt að kveðja dýrin sín

 32. Margrét Milla
  27.09.2017 at 16:50

  Falleg skrif og féllu nokkur tár við lesturinn. Já hann var sannarlega glaðasti hundur í heimi, hann dillaði ekki rófunni heldur öllum búknum. Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda.

 33. Erla
  27.09.2017 at 21:06

  Úff augu mín fylltust af tárum, þetta er ofboðslega falleg kveðja hjá þér um yndislega fallega og glaða hundinn ykkar <3 Innilega samúðarkveðjur <3

 34. Sandra Dögg
  27.09.2017 at 22:33

  Elsku Soffía og fjölskylda ég votta ykkur innilegar samúðarkveðjur og sendi ykkur styrk💙💙

 35. Greta
  28.09.2017 at 11:23

  Það er svo erfitt að kveðja félaga sína.
  Stormur var líka hundurinn okkar hér í netheimum.
  Knús til ykkar.

 36. Erna
  28.09.2017 at 13:31

  Innilegar samúðarkveðjur

 37. Ólöf
  28.09.2017 at 23:46

  ❤️

 38. Eva Bé
  29.09.2017 at 20:24

  Innilegar samúðarkveðhur til ykkar 😢❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published.