Lítil verkefni – DIY…

…stundum er maður með alls konar smáverkefni á listanum sínum, jafnvel ómeðvituð verkefni, sem maður ætlar að klára sem fyrst!

Slíkt verkefni beið mín í bílskúrnum núna í sumar.  En það voru þessir hérna tveir lampar sem ég fann í Góða Hirðinum og örfáa hundraðkalla.  Ég var nefnilega komið með smá órólegheit í sambandi við borðlampana í svefnherberginu og langaði að breyta til…

…ég notaði í þetta verkefni Montana-spreyjið frá Slippfélaginu.  Þetta eru sprey sem eru mjög þægileg í notkun.  Ef þið eruð að nota í fyrsta sinn, þá er ágætt að segja frá því að það verður að taka tappann af og taka plasthringinn í burtu, setja svo tappann á aftur og þá ertu reddí…
Myndaniðurstaða fyrir montana spray white
…ég setti málningarteip yfir þar sem ég vildi ekki fá spreyjið á og svo er bara að skella sér í verkið.  Ofur einfalt og tekur örfáar mínútur…
…öll smáatriði koma betur í ljós og njóta sín betur…
…svo væri líka hægt að fara yfir með smá svörtu eða öðrum lit til þess að ýkja þetta enn frekar…
…og útkoman varð þessi…
…sömu skermarnir áfram – en þeir koma frá Innliti-verslun (sjá hér)
…eins voru húsin mín, sem eru búin að standa úti í tvö ár – orðin mjög þreytt…
…þannig að ég pillaði af allt sem var laustlegt…
…og svo notaði ég svarta spreyjið frá Montana…

Myndaniðurstaða fyrir montana spray black
…og svo bara sprey away…

…luktin af pallinum fékk sömu yfirferð…
…sem og þessi hérna sem var farin að missa mikið af lit…
…og þetta er auðvitað bara lausn sem dugar í einhvern tíma, þetta er ekki varanlegt – en þetta er aldeilis ágætt til þess að fríska aðeins upp á það sem úti stendur…
…allt annað að sjá þetta sko…
…allt í stíl 🙂

…og sömu sögu má segja um litla fuglabúið sem úti hangir…
…það varð skínandi hvítt og fínt!
Ég hef notað þessa spreylausn líka á blómapotta, útiljós og jafnvel númeraplötuna á húsinu með  mjög svo góðum árangri ❤

Ert þú búin að prufa að spreyja eitthvað?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Lítil verkefni – DIY…

  1. Þórunn
    22.08.2017 at 20:11

    Þetta er alveg frábært, takk, takk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *