Amazing Home Show um helgina…

…jæja þá er komið að þessu!
Á morgun, laugardag, þá opnar loksins Amazing Home Show í Laugardalshöll og ég er bara súper spennt.
Ég var að gera bás með Rúmfatalagerinum og er bara súper stolt af því hvernig hann kom út. Svo, af því að ég er náttúrulega búin að vera á staðnum, þá er ég búin að sjá hina básana og þeir eru alveg virkilega flottir.  Ilva er með alveg geggjaðan bás, sérlega flott útisvæðið.  Húsgagnahöllin reisti heilt hús, og það mjög glæsilegt.  Lýsing og hönnun er með ofsalega töff bás og svo mætti lengi telja.

Esja Dekor með fallegu vörurnar sínar, Innlit í Ármúla, Fakó og margir fleiri.  Stína Sæm er með Svo margt fallegt básinn og fallegu mjólkurmálninguna sína.  Svo er ég mjög kát með að vefverslanir eins og Marr.is og Seimei.is eru þarna með sitt, og maður fær tækifæri til þess að sjá þessar fallegu vörur með eigin augum.

Amazing Home Show heimasíða

OPNUNARTÍMI

SÝNINGARINNAR

Laugardagur, 20. maí – almennur dagur
11:00  – 18:00 

Sunnudagur, 21. maí – almennur dagur
11:00  – 17:00

Afslættir: Frítt er inn fyrir eldri borgara og öryrkja og 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum,
Hvernig gildir miðinn: Keyptur aðgöngumiði gildir báða sýningardaganna.

Hér koma smá myndir úr Rúmfó-básinum, og ég vona bara að þið komið sem flest í heimsókn og kíkið á allt saman!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Amazing Home Show um helgina…

 1. Gyða Sigþórsdóttir
  19.05.2017 at 09:19

  Þessir myndir lofa nú aldeilis góðu. Gangi ykkur vel um helgina 🙂

 2. Lilja
  19.05.2017 at 09:52

  Er spennt en læt trufla mig að sýningin þurfi sð heita ensku nafni. Magnaða heimilissýningin eða dásemdar heimilissýningin eða bara eitthvað… en langar að kíkja og myndirnar lofa geggjuðum bás!

 3. Rannveig Stefánsdóttir
  19.05.2017 at 21:24

  Hlakka til að skoða herlegheitin 🙂

 4. Anonymous
  19.05.2017 at 22:03

  Geggjað hlakka til að sjá.

 5. Margrét Helga
  23.05.2017 at 08:28

  Oh, hefði svo langað til að koma og skoða…kem bara næst 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.