Sumar í Rúmfó…

…en ég var fengin til þess að laga aðeins til á Smáratorginu hjá honum Ívari, og sjæna smá svona sumarsvæði. Langaði að deila myndum af því með ykkur. Það er líka 20% afsláttur af öllu í Rúmfó í dag, þannig að það er kjörið að nýta sér það!

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn.

…rétt eins og þegar maður gerir innisvæði, þá eru mottur snilld til þess að gera öll rými meira kózý og bjóða mann velkomin. Þetta eru plastmottur til þess að hafa úti, koma í tveimur litum.
Ég elska líka þennan hvíta pott á tréfótunum…

…þetta sófasett er alltaf jafn fallegt, og var að koma núna í gráum lit…

…ég held líka að þessi hérna útisófaborð séu alveg þau flottustu, súper hrifin af þeim…

…og eins og alltaf – þá eru það litlu hlutirnir sem koma með karakter og liti inn rýmið – gera persónulegt og kózý…

…þessi blómapúði er dásemd, og bambusstiginn er líka sérlega töff…

…annað sem gerir svo mikið fyrir svona útisvæði – eru útiljósaseríur. Þessi finnst mér æðisleg…

…geggjuð stemming á kózý sumarkvöldum…

…og þá að settið sé grátt með dökkum sessum, og teppið líka í sömu tónum – þá verður þetta bara svo mjúkt og rómó þegar að púðarnir eru komnir í…

…geggjað líka að taka svona ábreiður í stíl við púðana…

…ég setti líks upp annað minna pláss, sem var svona ekta svalakoncept.
Einn uppáhalds útistóllinn minn sem ég hef séð í Rúmfó, og með honum er kollur. Geggjað barborð

…alltaf klassík að vera með fallegar luktir með…

…og aldrei má vanta púðana…

…né teppin, enda erum við á Íslandi…

…ég er bara að komast í hellings sumarstuð við þetta allt saman!
Njótið dagsins!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Sumar í Rúmfó…

  1. Birgitta Guðjónsd
    01.05.2019 at 10:13

    Endalaust fallegt,nú vantar bara að hitamælirinn rjúki upp og skýin leyfi sólinni að láta ljós sitt skína,njóttu dagsins.Svo hægt sé að skvera pallinn,svarti stóllinn og hjólaborðið eru dásamleg……

  2. Anna Sævsrsd
    03.05.2019 at 20:28

    Sakna ykkar Ívars úr Bíldshöfðanum , stór sér á búðinni 😔 svo ég verð sennilega að fara gera mér ferð í Kópavoginn í framtíðinni. Annars stór skemmtilegur póstur langar í nánast allt saman 😎

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *