Magnolia Journal…

…er auðvitað tímarit hennar ofur hæfileikaríku Joanna Gaines úr Fixer Upper-þáttunum.

Það er auðvitað ekki nóg að vera bara með verslun, þætti, milljón línur af húsbúnaði og öðru fínerí-i, bakarí, – það vantaði auðvitað líka tímaritið…

…og þegar ég fékk mitt loks í pósti núna um daginn og birti mynd á snappinu, þá fékk ég strax fullt af fyrirspurnum um hvar ég hafi fengið það…

…þar sem ég gerðist áskrifandi í nóvember þurfti ég aðeins að skoða í póstinum mínum og það var nú ekki flókið.

Einfaldlega smella hérna!

Ég keypti sjálf áskrift til 2ja ára – sem eru 8 tímarit á $50.  Það er að útleggjast sem ca 5.500kr fyrir 8 blöð sem er bara ansi vel sloppið (688kr hvert blað) – og það er með sendingarkostnaði.  Ég notaði sjálf Paypal-reikning til þess að greiða. En það er einföld og þæginleg leið til þess að borga á netinu.

Eitt tips til viðbótar, þar sem póstnúmer í USA eru oftast 5 stafir eða fleiri, og hér erum við með 3, þá er fínt að setja bara tvö núll á undan íslenska póstnúmerinu…

…en mig langar samt að segja ykkur smá frá blöðunum.  Þegar ég fékk fyrra blaðið, þá varð ég fyrir smá vonbrigðum.  Ég hélt að það yrði meira um DIY og hreinlega fleiri myndir sem tengjast bara innanhússdekor og öðru slíku.

En blaðið er ekki bara í þá áttina.  Það eru greinar sem maður þarf að lesa, bæði skrifaðar af þeim hjónum og öðrum.  Í hverju blaði eru kannski 2-3 innlit, heill hellingur af uppskriftum, og alls konar ráðleggingar.

Hins vegar þegar maður fer að skoða blaðið þá heillast ég svolítið mikið af því…

…í fyrsta lagi er það mjög fallega sett upp…

…myndirnar eru allar gordjöss, þá meina ég líka að sumar eru svo gordjöss að manni langar helst að rífa blaðsíður úr og setja upp á vegg…

…sjáið t.d. þessar…

…en svo, þegar maður fer aðeins að spá meira í blaðinu þá er það t.d. ekki fullt af alls konar auglýsingum.  Ekki misskilja, það eru alveg auglýsingar.  En þau hafa greinilega valið að vera að auglýsa snyrtivörur og alls konar, það eru bara “viðeigandi” auglýsingar…

…þannig að mér finnst hafa verið settur metnaður og mikil pæling í blaðið…

…og fyrir þá sem hafa gaman af uppskriftum er úr miklu að moða…

…og innblástur til borðsskreytinga…

…jeminn!

…í nýja blaðinu var þetta uppáhaldið mitt – þær eru á blómaskreytinganámskeiði – ég myndi sennilegast andast úr hamingju að vera að skapa fegurð í svona fallegu plássi…

…þvílík dásemd…

…nú og fyrir ykkur sem hafið áhuga á bókinni: The Magnolia Story, þá er vert að benda á að hún er saga þeirra hjóna – en er sem sé ekki með myndum frá því sem þau hafa verið að gera.  Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma að klára hana ennþá, en það er alveg skemmtilegt að lesa hana so far…

…sem sé, blaðið fær mín meðmæli – en þið vitið bara að þið eruð ekki að fara að kaupa tímarit smekkfullt af innlitum eða DIY, þetta er alls konar pælingar á bakvið það!
Ég verð að segja að mér líkar það vel ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Magnolia Journal…

  1. 30.03.2017 at 12:24

    Flott blað – Gaman að líta við hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *