Næstum eins…

…ég og Fixer Upper/Joanna Gaines, ég hef rætt þetta áður!  Elska þennan stíl og hann talar beint til mín!
Eins og svo oft áður þá var ég að kíkja inn á síðuna þeirra og í verslunina: Magnolia Store (sjá hér) og fann nokkra hluti sem mér fannst svo fallegir, en sá um leið að ég á nú þegar svipaða hluti.
Fyrstir voru þessir hérna stjakar, flottir og “þungir” að sjá, ef þið skiljið mig 🙂
Smella hér til að skoða hjá Magnolia:…en þeir eru mjög svipaðir þessum hérna, sem mér finnast svo flottir og fékk í BarrLiving.
Smella hér til að skoða í BarrLiving.
Enn meiri kertastjakar, þessir eru einfaldir en bara svo töff.
Smella til þess að skoða í Magnolia.
Sko til, sjáið svo þessa hérna sem fást í Blómval – ég fékk mér einmitt þrjá svona.
Finnst þeir koma ferlega flott út á eldhúsborðinu.
Fallegar grófar tréskálar eru algjör klassík, alltaf!
Hér er ein falleg hjá Magnolía (smella).
Mín skál er alveg risastór og hrein dásemd!
Fæst hér í BarrLiving, smella.
Þessar hillur finnst mér töff, hef nú ekki séð þær hérna heima, en datt í hug að það væri frekar einfalt að DIY-a svona við tækifæri.
Smella hér til að skoða hjá Magnolia.
Á Magnolia síðunni er líka þó nokkuð um gerviblóm og greinar, og ég – þó ég sé blómaskreytir – sé ekkert að því að nýta svoleiðis með í heimilisskreytingum.
Hér er t.d. Monsteru-blað á stilk, sem er pörfekt í vasa.
Smella hér til að skoða hjá Magnolia.Getið svo bara hvað er til hjá Rúmfó, nánast alveg eins – nema hér er ég búin að beygja stilkinn niður í körfuna.
Smella hér til að skoða – og verðið, 199kr.
Gylltir, háir og glæsilegir, en alltaf einfaldir!
Smella hér til að skoða hjá Magnolia.
Þessir hér eru náskyldir, en mjög ódýrir, og fást hérna í Rúmfó (smella).
Ég er búin að vera með svona Boho-fíling í beinunum í þó nokkurn tíma núna.
Þessi finnst mér ferlega flottur í Magnolia – smella.
Um daginn fann ég svipaðann í Rúmfó, og er nú búin að sýna ykkur hann nokkrum sinnum.
Smella hér til að skoða!
Hann kemur alveg æðislega út í sófa…

…og grínlaust var hann mér mikill innblástur fyrir nýja svefnherbergið okkar, sem er núna að verða að veruleika!
Hvernig fílið þið svona pósta? Er gaman að geta fundið svipað eða sambærilegt hérna heima?
Knús inn í daginn þinn ♥
Some photos copyrighted via Magnolia.

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Næstum eins…

  1. Margrét Helga
    21.08.2018 at 14:54

    Snilld að geta fundið svona “staðgengla” 🙂

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    21.08.2018 at 22:24

    Það er mjög gaman 🙂

  3. Elísabet Stephensen
    22.08.2018 at 00:11

    Frábært alveg, takk innilega 😊

  4. Anonymous
    22.08.2018 at 12:40

    Elskana Jóhönnu. Hún er svo töff!

  5. Gurrý
    22.08.2018 at 13:20

    Sko þess vegna skoða ég og les bloggið þitt – til að fá innblásturinn. Pinterest finnst mér of mikið kraðak þótt ég skoði þar líka.

    Hvenær ertu laus 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *