Sunnudagur til sælu…

…og glænýr mánuður runninn upp…

www.skreytumhus.is-006

…ákvað að safna saman nokkrum myndum úr seinasta mánuði og frá páskum, svona til þess að rumpa þessum blessaða marsmánuði af…

www.skreytumhus.is-002

…sem að þrátt fyrir nokkrar fallega sólardaga og hlýju, endaði ansi hreint kaldur og blautur…

www.skreytumhus.is2

…en þá er nú gott að vera inni í notalegheitum…

www.skreytumhus.is-005

…og gefa sér tíma til þess að njóta blómanna…
www.skreytumhus.is-0011

…og auðvitað páskanna…

www.skreytumhus.is-0012

…sem ég gerði nú bara með litlum skreytingum…

www.skreytumhus.is-020

…og nóg af blómum…
www.skreytumhus.is-029

…mér finnast blómin nefnilega vera dásamleg til skreytinga á páskunum, og auðvitað eggin…

www.skreytumhus.is-035
…þannig var þetta bara hjá okkur þessa páskana…

www.skreytumhus.is-059

…allt með kyrrum kjörum…

www.skreytumhus.is-062

…og svo komu gestir í mat – sem var yndislegt…

www.skreytumhus.is-0043

…fallegar servéttur frá Litlu Garðbúðinni bundnar saman með smá snæri og einni lítilli grein…

www.skreytumhus.is-0033
…og auðvitað nóg af mat…
www.skreytumhus.is-0083

…tók litlu páskaliljurnar (Tete) í pottum og vafði mosa utan um og stakk beint ofan í glervasa.  Þannig að ekki sæist í pottinn og blómin hefði stuðning ef þau færu að falla…

www.skreytumhus.is-0092

…dúkurinn er úr plasti, sem er snilld þegar að margir krakkar sitja við borðið, og kemur úr Rúmfó…

www.skreytumhus.is-0102

…einfalt og svoldið heimilislegt bara…

www.skreytumhus.is-0122

…og svo kláruðust blessaðir páskarnir, og blessaðir páskapóstarnir!

Njótið dagsins elsku bestu 💕
www.skreytumhus.is-0221

ps. koma svo!  Smá like og kommenta líka, þú mátt alveg vera að því – ekki satt?! 😉

1 comment for “Sunnudagur til sælu…

  1. Margrét Helga
    03.04.2016 at 10:30

    Takk sömuleiðis mín kæra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *