Innlit í Portið…

…en það er nýr antík- og vintagemarkaður sem var opnaður á Nýbýlavegi í Kópavogi núna á dögunum.  Þarna hafa leitt saman hesta sína nokkrir aðilar sem hafa verið áberandi í sölu á gömlu og fallegum hlutum, eins og t.d. Hús Fiðrildanna, Norma, Rauðhetta og fleiri.

Þetta er ótrúlega skemmtileg nýjung og hrein unun að fara og kramsa og spjalla og hafa gaman að…

02-IMG_0275

…og nóg er af gullunum, það vantar ekki…

03-IMG_0276

…og margt sem vakti athygli og krafðist frekari skoðunnar…

04-IMG_0277

…og verandi sérlega svag fyrir postulíni þá var myndað…

05-IMG_0278

…þessi tveir fannst mér æðislegir…

06-IMG_0279

…og kannan og skálin á fætinum…

07-IMG_0280

…þarna stóð einn berrassaður og nánast með heiminn á öxlunum, mikið á hann lagt…

08-IMG_0281

…þessi skápur var líka sérlega fallegur.  Bara alveg eins og hann var, myndi sko ekki tíma að mála…

10-IMG_0283

…Sússi eitthvað þreyttur, en falleg styttan…

11-IMG_0284

…og fyrir blingdrottningar – þá er þetta nú eitthvað sko…

12-IMG_0285

…mér dettur nú alltaf ein frænka mín í hug þegar ég sé sherrystaupin…

13-IMG_0286

…og það er eitthvað við svona gamlar stuttur sem minnir á bernskuna…

14-IMG_0287

…á þessu borði – þá var það þessi kross sem var að fara með mig – og ég er enn að hugsa um hann…

16-IMG_0289

…svo ótrúlega fallegur…

17-IMG_0290

…bleikt gler og María…

18-IMG_0291

…þessi í efri hillunni var sérlega hneykslaður á ullaranum, skiljanlega…

19-IMG_0292

…endalaust hægt að gramsa…

20-IMG_0293

…flottir smáhlutir í setjarahillurnar…

21-IMG_0294

…allt er vænt sem vel er grænt…

22-IMG_0295

…sitthvað sem minnir á fjarlæg lönd…

23-IMG_0296

…á meðan þessir minntu mig á Disney teiknimynd – eins og þeir ættu helst að vera dansandi í einhverju atriði 🙂

24-IMG_0297

…þessi mynd fannst mér ansi hreint falleg – er alltaf að horfa á eftir svona sem getur komið vel út í myndagrúbbum, og þessi myndi brjóta vel upp og koma með vintage fíling með sér…

26-IMG_0299

…enn meira fallegt…

27-IMG_0300

…og enn meira postulín…

28-IMG_0301

…hnettir – hver elskar ekki hnetti?

30-IMG_0303

…fallegir og framandi blævængir…

31-IMG_0304 32-IMG_0305

…mér þótti þessi marmaradiskur sérlega fagur…

33-IMG_0306

…og þessi hér…

35-IMG_0308

…kona spyr sig hreinlega hvort hægt sé að eiga of margar könnur?

36-IMG_0309

…horfir svo á þessa, og svarið er nei 🙂

37-IMG_0310

…hætt´essu!

38-IMG_0311

…elska þessa gömlu diska á vegg, rétt eins og ég er með í eldhúsinu (sjá hér)…

41-IMG_0314

…og ég hef aldrei séð svona gamlan – frá 1930…

40-IMG_0313

…meiri stelll…

42-IMG_0315

…ég var alveg heilluð af þessum tveimur – en sjáið þið andlitið á myndinni af konunni með barnið – þetta sem er til hliðar?

43-IMG_0316

…alls konar bráðnauðsynlegur óþarfi…

44-IMG_0317

…þetta er sem sé rétti staðurinn til þess að fara og gramsa svo tímunum skiptir…

45-IMG_0318

…finna falda fjársjóði – sem eru einmitt það sem að þig vantar…

48-IMG_0321
…og allt sem að þú hafðir ekki hugmynd um að þig vantaði…

54-IMG_0327

…það er það skemmtilega við svona markaði…

55-IMG_0328

…það kveikna alls konar hugmyndir og þú finnur alls konar skemmtilegt 🙂

56-IMG_0329

…lampinn sem þið sjáið aftan á þarna hægra megin fannst mér alveg geggjaður…

57-IMG_0330

…og sjáið þið stóru hvítu körfuna ofan á skápnum?
Geggjuð í barnaherbergi fyrir alls konar bangsa!

58-IMG_0331

…þið getið fylgst með Portinu á Facebook með því að smella hérna!

Portið er opið fimmtudaga frá kl.14-18, laugardaga kl.11-16.

Sko, það er opið hjá þeim í dag, þannig að góða skemmtun ♥

59-IMG_0332

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Innlit í Portið…

 1. Kolbrún
  11.06.2015 at 20:04

  Vá gullbollarnir og krossinn og könnurnar og og og gæti haldið áfram þarf að kíkja þangað.

 2. Petrea
  13.06.2015 at 10:48

  Þetta er allt svo flott, takk fyrir að deila, þangað ætla ég að kíkja. Hefði ekki vitað um Portið ef þú hefðir ekki sett þetta inn hér. Finnst mjög gaman að skoða síðuna þína.

 3. Magga Einarsdóttir
  15.06.2015 at 10:03

  Elska Portið, alltaf svo gaman að koma þangað.
  Mæli 100% með því að kíkja þangað fyrir þá sem hafa gaman af eldri/þroskuðum/notuðum hlutum með sjarma ; )

Leave a Reply

Your email address will not be published.