Þú komst með jólin til mín…

…til mín, til mín!
Sorry, þið verðið með þetta á heilanum það sem eftir lifir dags 🙂

En ég, ég er með þennan hérna, og vini hans, á heilanum…

01-2014-12-07-162218

…ég rak nefnilega augun í þessa auglýsingu frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og ég varð alveg heilluð af því að fá mér furutré fyrir utan húsið.
Kannski líka af því að við erum með gervijólatré, og því er dásamlegt að finna furuilminn – svona alvöru.

Þið sjáið líka að toppurinn hér fyrir ofan, hann er settur ofan í trjádrumb, sem heillaði mig enn meira 🙂

02-Fullscreen capture 9.12.2014 205539

…og þegar ég var búin að setja trén og allt upp fyrir utan, þá var útkoman svona…

03-2014-12-08-095800

…fékk mér tvo toppa í trjádrumbum, og einn stærri í potti…

04-2014-12-08-095810

…og mér finnst þeir einstaklega dásamlegir…

05-2014-12-08-095813

…með þeim setti ég síðan gömul skíði, sem ég keypti á Nytjamarkaði í sumar, aðeins til þess að nota í skreytingar.  Ok, jamm – ég er oggupons kreisí, eða bara hellings…

06-2014-12-08-095837

 Svo er líka með gamlir skíðastafir sem ég fékk í þeim Góða í sumar…

28-2014-12-08-101847

…og svo eru það þessar kertaperuseríur – sem ég eeeeeelska!

12-2014-12-08-095927

Ég fékk þær í Rúmfó um seinustu jól reyndar, þannig að ég veit ekki hvort að þær fáist núna.
En nostalgíu-kastið sem greip mig – dææææs…

07-2014-12-08-095851

…þetta er bara ein sería sem er í öllum trjánum, og af því að snúran þarf að teygjast yfir, þá stakk ég bara auka kertunum inn í luktina og þá kemur smá ljós þar…

08-2014-12-08-095856

…en erum við ekki sammála um að þetta er fallegt?

09-2014-12-08-095859
…svo er það bara þannig að allt verður extra jóló í þessum fallega jólasnjó…

13-2014-12-08-095933

…mig dreymir um að taka stóra tréð þarna í bakgrunni og fylla það af hvítum ljósum – einn góðan veðurdag!

14-2014-12-08-095946

…og þannig erum við næstum tilbúin að taka á móti jólunum, fyrir utan húsið 😉

15-2014-12-08-100002

…og ekki var það “krans” á hurðinni þetta árið…

16-2014-12-08-100021

…neibbs, tók þessi þrjú hjörtu sem ég fékk í Rúmfó, og hvert þeirra kostaði um 400kr, og hengdi upp með blúnduborðum…

25-2014-12-08-101832

…og ég stakk smá gervigreni greinum þarna inn á milli…

26-2014-12-08-101837

…afskaplega einfalt, en mér finnst þetta bara fallegt…

31-2014-12-08-101909

…og eins og áður sagði, þá er það blessaður snjórinn sem gerir allt svo fallegt…

32-2014-12-08-101918

….ohhh hvað ég óska þess nú að fá að hafa svona snjó fram yfir áramót…

33-2014-12-08-101924

…annars vona ég bara að þið hafið ekkert fokið í roki gærdagsins…

34-2014-12-08-101954

…þetta var alveg einstaklega góður dagur til þess að njóta þess að vera bara heima hjá sér, ef þess var kostur…

36-2014-12-08-102009

…annars vildi ég bara segja, eigið yndislegan dag og farið varlega!

35-2014-12-08-101956

Ég mæli líka með því að þið kíkjið hérna á síðuna hjá Skógrækt Mosfellsbæjar, það er hægt að fara og fella sjálfur jólatré – jólasveinar og alls konar skemmtilegt sem er í gangi – hóhóho!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Þú komst með jólin til mín…

 1. Margrét Helga
  11.12.2014 at 08:07

  Vá 🙂 Fallegt! Snilld að hafa svona tré í trjábol… Hlakka til að sjá stóra tréð baðað ljósum seinna meir. Þú veist að það er til svona fyrirtæki sem sér um að græja svoleiðis 😉

 2. Hólmfríður Kristjánsdóttir
  11.12.2014 at 10:17

  Ógó flott 🙂

  Mannstu hvað svona “toppatré” kostar?

  H

 3. Anonymous
  11.12.2014 at 14:15

  Sú ess so mikill snillingur góa mín

Leave a Reply

Your email address will not be published.