Ég ♥ þetta…

….ohhhhhh!  Vitið hvað mér finnst svo æðislegt?!?

Þegar að ég fæ að heyra, og ég tala nú ekki um að sjá hvað þið eruð að bralla þarna úti eftir að “inspírast” smávegis hérna.

Eins og *hóst* “alþjóð” veit, þá breytti ég skáphurð núna um daginn, í ljósa-vetrar-stemmningu-kannski-smá-jóló-glugga, sjá allt um málið hér

2013-10-15-172240

…síðan í dag fékk ég póst frá henni Ásdísi Erlu:

Takk fyrir frábæra síðu og hugmyndir ! 
Varð heilluð af glerhurðinni þinni um daginn með myndunum og dró fram gamla kofahurð sem ég átti….
verð að sýna þér afraksturinn 
Svo ánægð með hana, dásamlega kósý í holinu mínu, 

Bestu kveðjur
Ásdís Erla

1378892_10202326339549528_1742492522_n

,,Copy-Paste” framkvæmd frá Dossu sem er með dásamlega hugmyndabloggið ,,Skreytum hús”.

Hugmyndin kom eins og himnasending að haustlausn gömlu kofahurðar minnar 

Í vetrarfríinu var því ráðist til atlögu og útkoman er yndisleg haust/vetrar stemning í holinu okkar…

Myndir prentaðar út á ljósritunarpappír, festar í gluggana og hvít ljósasería…. “

1378892_10202326339589529_488874699_n

Vá, ég eeeeeeeelska þetta!  Núna er mín bara lítil og ljót í samanburði!

Þvílíka snilldin, hvað segið þið, eigið þið kofahurð handa mér??? 🙂

Takk fyrir að deila með okkur Ásdís Erla, þetta er dásamlegt ♥

1378892_10202326339669531_1864509090_n

* þess má geta að yndislega fallegi Heima er Best púðin sem hangir á hurðarhúninum, er Kærleikspúði sem að Ásdís Erla hefur verið að sauma.

Þið getið skoðað síðuna hennar hérna, Kærleikspúðar Dísu.

…ef fleiri eru búnir að framkvæma svona hurðar/glugga þá endilega deilið því með okkur, og vonandi á morgun eða hinn, ný útfærsla á þessu frá mér!

7 comments for “Ég ♥ þetta…

  1. Gulla Jons
    23.10.2013 at 17:32

    bara fallegt.. á einmitt gamla eldhús innréttingar hurð sem ég plana að nýta :)Takk fyrir flotta hugmynd

  2. 23.10.2013 at 18:23

    Yndislega flott:) Ef þú bara vissir hversu margar insperasjónir maður fær frá þér! Bloggið mitt búið að vera í dái undanfarið en vonandi vaknar það fljótlega…amk búin að smella fallegum winter dears í nokkra ramma hér og lúkkar svo flott:) Kær kv Sigrún.

  3. Kristjana Henný Axelsdóttir
    23.10.2013 at 18:45

    Þessi hurð er Gordjösssss!!! Er einmitt búin að vera að leita að hurð síðan pósturinn kom….þessi gerir mig crazy að vera ekki búin að finna neina 🙁 Love it!

  4. Svandís J
    23.10.2013 at 18:58

    Mission “finna hurð/glugga” in process hérna megin líka…. snilld ársins!

  5. Anna
    23.10.2013 at 20:11

    Rosalega er þetta flott! Væri alveg til í að fá þessa snjóuglumynd og kannski litla bambann líka hérna á síðuna til að prenta út ef þið mynduð vera svo yndislegar 🙂

  6. Kristín Sig.
    24.10.2013 at 09:13

    þetta er bara aðeins of flott hjá ykkur báðum tveim!! Það styttist í að það verði hurðalaust á Íslandi því allar flottar hurðir verða komnar í svipaðan búning.

  7. Ása
    25.10.2013 at 12:04

    Frábært…
    Á hurð af gömlum furuskáp en framkvæmdaleysið er hér í hámarki… Kannski verður Þetta til að ég fer að klára þetta..:-)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *