Snillingar útum allt – I.hluti…

…í kringum mig, og okkur öll!  
Í það minnsta samkvæmt póstunum sem að ég hef fengið frá ykkur þá virðist svo vera.  
Það er vart annað að segja, en skoðið, lesið og njótið…
Frá henni Guðrúnu:

Sæl er hér með nokkrar myndir 🙂 Fyrsta myndin er frá jólum átti enga fallega krukkur fyrir smákökurnar þannig að ég fékk 2 stórar krukkur og málaði lokin og setti jóla borða á þær 🙂 


Ég keypti kommóðu á bland í januar í fyrra

og hún fékk nýjar höldur í mars (fékk einnig í kaupbæti brúðarkjól sem var í kommóðuni, hehe, fékk að eiga hann) 😛

Ég er svo hrifin af gamaldags hvítu eins og stína sæm 🙂 og var að mála þessa ramma hvíta.  Sá efri er eins og þeir voru áður 🙂 

 síðan er ég svo skotin í hvítum styttum 🙂 



Svo eru það krukkurnar frá þér og ikea kökudiskurinn og bollakökurnar og kökusneiðin úr söstrene 🙂 


bkv Guðrún H. e.s. þetta er sumt sem ég fekk frá þér og annað að þeim síðum sem þu hefur sett á bloggið og já takk fyrir æðislegt blogg 🙂


Frá henni Siggu:


Hæhæ!
Ég sá á blogginu þínu að þú varst að biðja fólk um að senda þér myndir af ýmsum framkvæmdum og öðru sem það hefur verið að dúllast með.

Svo mig langaði að deila með þér nokkrum myndum frá mér 🙂

Ég hef ekki verið í neinum stórframkvæmdum, eins og að gera upp húsgögn eða slíkt, meira bara svona smá dúllerí. Reyndar tók ég furuskenkinn (sem er úr Línunni) og málaði hann hvítann, sem og furuhilluna. 

Ég er mikið fyrir það að blanda saman gömlu og nýju og hef gaman af gömlum hlutum sem hafa virkilega verið notaðir og hafa mikla sál 🙂

Eins og sést í hillunum hjá mér.

Svo finnst mér gaman að gera eitthvað fallegt úr krukkum og flöskum, eitthvað sem þarf ekki að kosta mikið en kemur svona líka fallega út.

Límmiðarnir sem eru á þeim eru úr Púkó og Smart, eins og ýmislegt annað hjá mér eins og kertastjakar.

Blómakassinn er úr Húsi Fiðrildanna. Einnig er ég með mikið úr hinni frábæru búð Sveitabúðinni Sóley sem er velgeymt leyndarmál í sveitinni.

 Mér finnst rosalega gaman að fara á markaði eins og loppemarkaði í Danmörku, en dóttir mín býr þar. Það var á einum slíkum sem ég fann kistuna sem stendur í stofunni hjá mér, en hún er ca 300 ára gömul.

 
Ég læt líka fylgja með nokkrar myndir frá dóttur minni, en hún gerð upp gamla kommóðu sem hún notar sem skiptiborð inn í barnaherbergi.

Við nýttum okkur líka hugmyndina frá þér að servíettuhillunum og þær koma líka svona vel út 🙂 

Vona að þú hafir gaman af og takk fyrir frábært blogg!
B.kv.Sigga 



Hjartams þakkir Guðrún og Sigga, takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur hinum! 

 Finnst ykkur þetta ekki dásamlegt?  Það bara svo gaman að fá að sjá og fylgjast með hvað þið eruð að bralla 🙂  Svo mikið af fallegum hlutum, lausnum og uppröðunum!

 Viljið þið sjá meir?  Fékk meðal annars sent yndislega dúllulegt stelpuherbergi 🙂

*knúsar*

11 comments for “Snillingar útum allt – I.hluti…

  1. Anonymous
    30.01.2013 at 08:47

    Meira.. meira..
    Ása

  2. Anonymous
    30.01.2013 at 08:49

    Guðrún og Sigga flínkar og smekklegar konur! Virkilega góð hugmynd að fá svona pósta. Við áhangendur finnum ný blogg til að fylgja og svo koma fram myndir og hugmyndir frá fólki sem ekki er að blogga en gerir ótrúlega flotta hluti sem eiga fullt erindi út í netheim!
    Takk fyrir. Kv Hanna

  3. Anonymous
    30.01.2013 at 09:00

    Æði æð æði og já takk ég vil meira:-)

  4. Anonymous
    30.01.2013 at 09:10

    Flott hjá ykkur Guðrún og Sigga. En að fá brúðarkjól í kaupbæti finnst mér alveg mergjað! Var hann flottur? 🙂
    Kveðja
    Kristín Sig.

  5. 30.01.2013 at 09:39

    Svo gaman að sjá þetta allt saman, ekkert smá flott hjá ykkur kæru konur og margar skemmtilegar hugmyndir 🙂

    Kær kveðja,

    Kikka

  6. Anonymous
    30.01.2013 at 10:21

    Gaman að sjá hvað aðrir eru að gera;)

    Kv.Hjördís

  7. 30.01.2013 at 10:48

    gaman að skoða þessr myndir 🙂

  8. Anonymous
    30.01.2013 at 13:57

    Gaman að sjá hvað fólk er að bralla heima við dúllerí.
    Vonandi fáum við að sjá meira 😉

    kv. Svandís

  9. 30.01.2013 at 14:29

    Mjög skemmtilegt og margt fallegt!

  10. 30.01.2013 at 15:21

    Yessss….Thetta er frabaert!

  11. Anonymous
    30.01.2013 at 19:55

    Takk kærlega fyrir þetta 🙂
    Bestu kveðjur Sigga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *