Svefnherbergi – moodboard…

…það er alltaf gaman að setja saman herbergi í huganum. Þetta er svona næstum eins og hugarleikfimi og leyfir manni að leika sér með rými, ég meina þau eru ímynduð og því ekkert sem stendur í vegi fyrir að skemmta sér bara við þetta. Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá JYSK, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega. En svo heppilega vill til að það eru einmitt svefnherbergisdagar í JYSK þessa daga og því kjörið að nýta tækifærið…

…innblásturinn að þessu öllu var þessi nýja rúmgrind sem var að koma í verslanirnar. Svo ótrúlega fallegur liturinn á henni, og þessi djúsí gafl með smá kanti er alveg pörfekt…

Rúmgrind með geymslu – smella hér!

…auk þess eru þessar skúffur einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Hvort sem væri fyrir rúmföt, púðana beint af rúminu, aukasængur, eða kannski bara skó eða annað slíkt…

…það væri líka rosa falleg að nota náttborð úr við með, og mér finnst rendurnar í borðinu spegla rúmgaflinn sem er líka smá skemmtilega auka bjútídæmi…

Eikarborð – smella hér!

…nú þeir sem fíla ekki viðinn, þá eru þessi hérna hjólaborð mjög falleg sem náttborð líka. Pörfekt að setja körfu á neðri hæðina og þá er hægt að geyma snúrur og svona sem þú vilt ekki sjá þar ofan í…

Hjólaborð – smella hér!

…dásamlegir lampar sitt hvoru megin við rúmið og þessir eru í góðri stærð. En það er algengt “vandamál” að fólk velur hreinlega of litla lampa…

Borðlampi – smella hér!

…ef pláss leyfir þá er geggjað að nota svona glerskápa inn í hjónaherbergi. Sérstaklega fyrir þá sem eiga fallega fylgihluti og hafa gaman af því að stilla þeim upp. Sjáið bara fyrir ykkur geggjaða skó, veski og annað skart þarna inni…

Glerskápar – smella hér!

…ef skápurinn er í réttri hæð, þá er fallegt að vera með spegil fyrir ofan – þessi hérna er nýlegur og mjög fallegur…

Spegill – smella hér!

…og það er nóg til af alls konar fallegum skrautmunum til að hafa með…

Skrautmunir – smella hér
Kertastjakar – smella hér!

…í fallega rúmið þurfum við svo falleg sængurver, og þetta hérna er alveg draumur…

Sængurver – smella hér!

…Bolmen í grábrúnum lit eru svo bjútífúl með…

Gardína – smella hér!

…og smá bland í poka af pokum og kózýteppi til að gera rúmið enn meira gúmfí…

Skrautpúðar – smella hér!
Ábreiður – smella hér!

…nú ef það er pláss, þá dreymir mig um að hafa hægindastól inni í svefnherbergi – en það er kannski bara amerískur draumur, það er víst fæst herbergi á Íslandi sem hafa slíkt rými…

Hægindastóll – smella hér!

…þurfum svo skemil fyrir fætur, en hann gæti líka staðið við enda rúmsins og þá er hægt að setja rúmteppi og púða ofan á…

Skemill – smella hér!

…svo er reyndar svona stigi sem tekur lítið sem ekkert pláss en er fallegt að hengja á veski eða hálsmen, klútar og slíkt. Nú ef rúmteppi er ekki of fyrirferðamikið þá er hægt að hafa það á líka…

Skrautstigi – smella hér!

…hringmottur geta verið snilld í svefnherbergi, ef þið hafið pláss fyrir hægindastól þá getur mottan verið undir honum. Nú svo er líka hægt að hafa þær bara við hlið rúmsins, eða þannig að þær nái aðeins fyrir endann á því…

…og saman myndar þetta fallega og hlýlega heild. Kózý en samt ekkert fullt af allskonar. Svefnherbergi sem gæti verið hjónaherbergi en líka bara fyrir ungling!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *