Þessi desember…

…hefur flogið áfram og það var reynt að halda í hefðirnar eins og hægt er. Þó auðvitað breytist alltaf allt með hækkandi aldri og nýjum aðstæðum. En við missum auðvitað aldrei af því að fara á Baggalúts-tónleikana okkar…

…og að þeim loknum smá bæjarrölt og út að borða…

…síðan það sem var heldur óvenjulegra við þennan desember var eldgosið sem var sem betur fer stutt og fór betur en áhorfði. En engu að síður þá var þetta mikilfengleg sjón þetta kvöld og þvílíka sjónarspilið…

…fengum örlítinn jólasnjó til að byrja með, en nóg til þess að okkur þætti svaka jóló hérna fyrir utan…

…svo var farið á jólahlaðborð í vinnunni hjá húsbandinu…

…unnið samviskusamlega að því að brenna niður mánaðarkertið…

…og loksins um 18.des fór jólatréð upp…

…og var svo skreytt að vanda, fyllt af gömlum minningum og föndri frá krökkunum…

…vanalega hef ég bara sett englahárið fyrir áramótin, en mig langaði eitthvað svo mikið að hafa það núna í ár að ég auðvitað lét það bara eftir mér…

…síðan var öllum pökkum pakkað inn og allt gert reddí…

…en ég reyni alltaf að hafa kertaljós og gera þetta að notalegri stund, með tónlist eða jólamynd…

…svo var bara beðið eftir aðfangadagskveldi, og ég ætla að setja inn sérpóst með jólaborðinu!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *