Innlit í Vosbúð…

…í ferð minni til Vestmannaeyja um daginn þá brá ég mér inn í Nytjamarkaðinn Vosbúð og tók nokkrar myndir til þess að deila með ykkur. En ég hef alltaf jafn gaman af því að skoða á svona stöðum og það er eflaust mikið þetta “fjársjóðleitar-eliment” sem er að hafa áhrif. Ótrúlega mikið til þarna…

Vosbúð Nytjamarkaður Vestmannaeyjum – Facebook

…ég verð alltaf að stoppa við og skoða postulínið og slíkt, alltaf heillandi…

…og alls konar lítið og spennandi…

…alls konar styttur, þessi hvíta minnti mig á Hemm Gunn þættina hérna í denn…

…gamlar óvenjulegar myndir eru alltaf skemmtilega í rammagrúbbur…

…mér fannst alveg ótrúlega mikið til þarna….

…og hefði alveg þurft lengri tíma til að taka þetta allt inn…

…svo fallegt…

…stytturnar í massavís…

…og reyndar svo margt annað líka…

…en meira leirtau…

…og bara glerskápar í röðum…

…þarna væri hægt að búa til litlar spennandi grúbbur…

…og einhver stærsta ljósadeild sem ég hef séð…

…þetta var svona eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu, rýmið bara stækkaði og stækkaði…

…kózý ruggari…

…og ekkert smávegis mikið af jóladóti og sérstaklega jólastyttum…

…ekta retró…

…og alls konar fallegt sem væri hægt að leika sér með að breyta smá, eða bara njóta eins og það er…

…hefur þú prufað að kíkja þarna við?
Mæli í það minnsta alveg hiklaust með! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *