Innlit á bóhem heimili…

…Pernilla Algede er hönnuður og ljósmyndari, og eigandi House of Beatniks. Hún býr á dásamlegu heimili í Gautaborg, sem ber þess merki að þarna býr manneskja sem hefur gott auga fyrir litum og uppstillingum, og heimilið er mjög bóhem og líflegt. Dásamleg hlý litapalletta í jarðlitum…

House of Beatniks – heimasíða

…yndisleg gul forstofa tekur á móti þér…

…litapallettan er mjög falleg og flæðir áreynslulaust úr einu rými yfir í það næsta…

Innbyggðu bókahillurnar í stofunni eru málaðar í sama lit og veggirnir, Siluette frá Jotun. Sófinn er Epok frá Svenska hem og lága stofuborð er frá Ellos.

Pernilla hannaði eldhúsið sjálf og lét smið smíða á staðnum. Hurðirnar eru málaðar í litnum Local green frá Jotun og borðplatan er húðuð með míkrósementi.

Stóra búrið geymir krydd og kaffibarinn og er jafn fallegt hvort sem það er opið eða lokað.

Innbyggðar bókahillur, fallegir skápar og persónulegir myndaveggir ásamt stórum grænum plöntum skapa notalega tilfinningu.

– Ég myndi lýsa stílnum mínum sem svipmiklum, notalegum og dálítið sérvitringum. Vonandi er litið á heimili mitt sem afslappað, hvetjandi og þar sem allt er leyfilegt. Ég er einstaklega sentimental í innanhússhönnun, hér er mikið af húsgögnum sem ég fékk í arf, list frá vinum, og hlutir sem skipta mig miklu máli.

Innlit: Sköna Hem
Myndir: Alice Johansson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *