Pallurinn okkar…

…þeir hafa verið heldur betur dásamlegir þessir sólardagar sem komu núna í júlíbyrjun. Ég held svei mér þá að við séum búin að nota pallinn meira núna í sumar en allt seinasta sumar, sem er merkilegt nokk.
Þær hafa því verið ófáar myndirnar sem hafa ratað inn á Instagram og ég fæ reglulegar spurningar um hvaðan allt sé. Ég ákvað því að útbúa póst sem færi yfir flest það sem er á pallinum. Ýmist alveg eins hlutir eða sambærilegir…

Byrjum á upplýsingum um litinn á pallinum, það er alltaf spurt!
Pallur : Viðar pallaolía í litnum Smágrár frá Slippfélaginu
Skjólveggur : Viðar hálfþekjandi viðarvörn í litnum Húmgrár frá Slippfélaginu

Byrjum á stæðstu mublinni sem er eflaust sófasettið okkar: þriggja sæta sófi og tveir djúsí stólar, og svo er borð í stíl. Við erum búin að vera með okkar sett síðan 2018, og það hefur staðið úti alla vetur, en engu síður þá bara sést ekkert á því. Erum því mjög ánægð með okkar. Flestar vörurnar eru frá Rúmfó og er ég í samstarfi með þeim!

Vemb-settið sem fæst í dag er nánast eins og fæst líka í tveimur litum – en þessi nýja týpa hefur það umfram okkar að borðin eru upphækkanleg. Geta farið frá því að vera sófaborð í matarborð:

Smella hér til að skoða!

Í ár er ég ekki lengur að nota sama borðið við okkar sett, en mig langaði að létta aðeins á og svo að fá meiri svarta liti inn á pallinn. Ég er því með tvö svört borð og svo steyptan koll, sem fékkst einu sinni í Rúmfó.

Minni borðið er úr Rúmfó og þar fæst líka þetta hérna sem myndi líka passa mjög vel við!

Idre sófaborð – minna
Randerup – stærra

…og þar sem að steypukollurinn er ekki lengur til, þá kemur þetta hérna með grófu steypu áferðina með…

Otto hliðarborð

Það er síðan möst að vera með púða og annað kózý í settinu og þessir hérna eru í miklu uppáhaldi:

Hvitveis púði
Gravmyrt púði

Við erum búin að vera með Svendborg geymsluboxið í ein 3-4 ár hérna á pallinum og mér finnst það snilld. Það heldur mikið af pullum og öllu þurru og fínu.

Ég geymi ekkert tau í þessu yfir vetrartímann, þá fer það upp á háaloft – en boxið stendur úti árið um kring og ég geymi luktir og potta og annað smálegt í því.
SVENDBORG geymslubox – smella hér

Án efa er uppáhaldsmublan mín á pallinum orðin körfustólinn góði, elska að sitja í honum.

Við erum með hann á pallinum hérna á sumrin, og ég er í alvarlegum pælingum um hvort að við ættum að kaupa annan þar sem það er nánast slegist um hann. Svo á veturnar þá er stóllinn inni í herbergi dótturinnar…

GJERN körfustóll – smella hér

Borðið okkar er frá 2018 líka og er því ekki lengur til. En ég er svo kát með þetta borð, stórt 1m x 2m og svo er það bara endalaust flott.

Svipað borð er til í dag nema með dökkri borðplötu.
Fausing garðborð 1m x 2,2m

Eins breytti ég til og setti tvær týpur af stólunum með, og er að elska þetta look sem varð úr

Stólarnir okkar:
Gudhjem svartur
Fastrup – fæst bara hvítur

Þar sem Fastrup fæst ekki lengur, þá mæli ég með Ilderhuse í staðinn:
Ilderhuse – svartur/natur

Blómapottarnir eru síðan bland í poka frá Rúmfó í gegnum árin, en sumir eru enn til. Þessi svarti á fætinum stóð t.d. úti hjá okkur í allan vetur og er enn eins og nýr, sem mér finnst snilld!
Lomvi – svartur pottur á fæti
Útiblómapottar – smella hér!

Svo þurfa ekkert allir pottar að vera stórir, en þetta hérna pottasett finnst mér geggjað:

Skade blómapottar

Hengirúmið okkar er alltaf vinsæl spurning og er standurinn frá Ikea…

…en þið fáið svipað hengirúm í Rúmfó núna:
Hengirúm

Ég fékk mér þessar luktir nýjar á pallinn núna í vor og er að elska:

Olaf luktir

…eins er þessi grófa bastlukt alltaf jafn fögur!

Sólbekkurinn okkar er að verða 15 ára gamall og hjólaborðið fékkst í Rúmfó fyrir ansi mörgum árum…

En þessi bekkur hér er bæði fallegur og þægilegur og svo er til fjölmargar týpur:
Sólbekkir í Rúmfó – smella hér

Svo í staðinn fyrir hjólaborðið sem ég er með, þá kæmi þetta líka vel út:
Sortebro – hjólaborð

Þá er búið að fara yfir það helsta, og svo má senda spurningar á mig ef einhverjar eru!

En það sem mikilvægast er – muna bara að njóta! ♥♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *