SkreytumHús-kvöldið 20.okt…

…var haldið í Rúmfó á Smáratorgi en hér koma nokkrar myndir af skreytingum, svona sérstaklega fyrir ykkur sem komust ekki. Yndislegt kvöld og ég er svo þakklát fyrir hvað þið voruð mörg sem komuð og það er alltaf jafn gaman að hitta ykkur.

Ég ætla að mestu leyti að leyfa myndunum að tala sínu máli, og svo getið þið líka farið niður á Smáratorg þar sem þær standa enn á borðum, í það minnsta út vikuna. Þetta borð var í miklu uppáhaldi, þetta er svo mikið fyrir mig. Hvítur litur og grenið, og svo dass af gulli og svörtu með…

…hér er trébakki og lítil grenilengja með ljósaseríu bara lögð í kringum kerti og lítið ledtré…

…hvíta keramiktré er svo fallegt og það var líka ótrúlega vinsælt á kvöldinu, það er komin ný sending af þeim í búðina núna fyrir ykkur sem misstuð af…

…ótrúlega mikið komið af fallegum ljósum/kertum sem eru led, þannig að það er engin eldhætta af þeim…

…svörtu bakkadiskarnir eru svo flottir, en líka geggjaðar undirstöður undir aðra bakka/diska…

…þessar luktir finnst mér ótrúlega fallegar…

…líka ferlega flottir sem bara blómapottar…

…ég fékk ótal fyrirspurnir um þennan pakka, en þetta eru einfaldlega tveir diskar skrúfaðir saman, og maður getur leikið sér með hvernig maður vill að útlitið sé…

Smákökustandur á 3 hæðum – smella hér!

…hér er aðventuskreyting á svörtum bakka, og svo er annað bakki undir til þess að hækka þetta enn meira…

Svartur bakki Q40cm – smella hér!

…og hér setti ég bara krans á bakkann, þannig ertu í raun komin með aðventukrans og getur raðað hvernig kertum sem er innan í…

Krans með eucalyptus – smella hér!

…svo var líka með rauðu, svona fyrir ykkur sem elskið klassíkina…

…sérstaklega þetta borð þó…

…þar sem voru hnotubrjótar og svo finnst mér þessar rauðu berjagreinar mjög fallegar…

…mér finnst líka alltaf fallegt að nota mjúka bleika litinn, og það var mjög margt fallegt til í því þema…

…bleiku/ferskjulituðu marmarakúlurnar eru æðislegar og litlu loðnu jólakúlurnar eru þær barnvænustu í bransanum, og svo krúttaðar…

…hnotubrjótarnir í þessum lit eru einstaklega fallegir að mínu mati…

…svo var það gyllta borðið…

…finnst þessir vasar svo töff, og það var mjög flott að setja þessar hrímuðu berjagreinar í þá…

…fallegu kremuðu vasarnir fara vel með hvítum greinum, og svo var æðislegir þessir tveir félagar í gylltum tónum…

…svarta og gyllta borðið, hér eru dásamlegu gylltu vasarnar “mínir” og svo komu einmitt þessir svörtu og gylltu hnotubrjótar upp úr kössunum. Það fyndna var reyndar að ég setti fyrst upp borðin og þemu fyrir þau, svo daginn fyrir kvöldið okkar, þá komu þessir hnotubrjótar allir upp úr kössunum. Ég vissi ekkert að þeir væru væntanlegir, en það var svoleiðis einn litur sem smellpassaði fyrir hvert og eitt borð. Töfrar sko!

…litlu hvítu ledhúsin eru dásemd, og hreindýrin líka…

…og hversu mikill glamúr er í þessum vösum og greinum – ég sá þetta alveg fyrir mér á áramótaborði…

…mikil vinna sem fór í að gera öll þessi borð, en mikið afskaplega var þetta skemmtilegt…

…læt þetta duga í bili, þrátt fyrir að ekki séu allar myndirnar komnar hingað inn…

…svo er enn hægt að koma við á Smáratorginu og skoða það sem er uppsett  Aftur ítreka ég þakklæti mitt til bæði ykkar og Rúmfatalagersins, en það er ótrúlega skemmtilegt að fá að standa að svona kvöldi fyrir ykkur, og fá að veita ykkur snilldartilboð og góð tilboð!

Þannig að bara: takk aftur fyrir mig og njótið helgarinnar ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “SkreytumHús-kvöldið 20.okt…

  1. Harpa Hannibals
    22.10.2022 at 09:09

    Takk fyrir frábært kvöld ❤ Borðin voru ótrúlega fallega uppsett. Náði mér í nokkra hluti sem þó fylltu stóra kerru. Bara gaman.
    Á örugglega eftir að fara aftur því það var smá kaos þarna í byrjun, sem var bara frábært.
    Enn og aftur takk, takk ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *