BBB – heimavið…

…síðasti póstur endaði eftir að ég fyllti stóra og vel úttroðna pokann minn eftir BigBlueBag-dagana hjá Rúmfó. Þannig að förum aðeins létt yfir þetta…

Þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og hugmyndir frá mér komnar...

…þessi samtýningur er mér svo mikið að skapi, ég er að elska jarðlitina og þennan fíling í þessu…

…þetta var flest hugsað inn í herbergi heimasætunnar, svona til þess að gera létta breytingu fyrir veturinn, svona þar sem ég er allt í einu komin með menntaskólastúlku.
Um leið og ég sá þetta sængurver þá varð ég yfir mig hrifin, það er úr bómullarsatín og er hvítt á litinn með mynstri í mjúkum litatónum…

…svo fallegir mjúkir jarðlitir, smá af bleiku og örlar af smá bláu líka…

Smella fyrir Berit sængurver!

…og snilldin er svo að geta snúið sænginni við og þá er það einlitt…

…elska að það sé hægt að leika sér svona með þetta, algjör snilld!

…og svo finnst mér alltaf næs að vera með kózý teppi. Bæði ég og báðir krakkarnir mínir, elskum að vera með notaleg teppi til þess að breiða yfir okkur. Núna var að koma í nýjum litum uppáhaldsteppið mitt í Rúmfó. Þetta teppi er ég búin að eiga í grænu í langan tíma, en núna var að koma þessi off white litur og líka beislitað…

Smella fyrir Tusenfryd ábreiðu!

…og stundum er svona næs teppi bara alveg nóg, það þarf ekkert alltaf að vera með rúmteppi ef hitt dugar…

…en mér finnst líka æðislegt að nota fallegar körfur, og sérstaklega í þessu herbergi smellpassaði þessi hér…

Smella fyrir Eggert körfur!

…og hún er æðisleg neðri hæðinni í Sortbro hjólaborðinu, kjörin staður til þess að geyma svo teppin…

Smella fyrir Sortebro-hjólaborð!

…nú og ef þið viljið rúmteppi, þá er þetta hérna hreint bjútífúl og auðvitað hægt að finna púða í stíl…

Smella hér fyrir Kornvalmue rúmteppi!
Smella fyrir skrautpúða!

…þetta teppi er í svo miklu uppáhaldi hjá mér, það líkist mjög teppi sem var í línunni hjá Joanna Gaines fyrir tveimur árum og það er nú ekki leiðum að líkjast…

…eins og sést þá er þetta að harmonera mjög fallega saman, og Moli er sáttur…

…það voru gylltir álpottar í herberginu áður, en þessir hérna er enn fallegri þarna inn…

Smella fyrir blómapotta!

…kaktusinn er ekta, en stærra blómið er einmitt gerviblóm úr Rúmfó, sem er enn í sölu…

Smella hér fyrir skrautplöntur!

…hvíti fallegi vasinn fékk að fylgja með…

Smella hér fyrir Ingemar-vasa!

…og svo stóri hvíti vasinn, svo stór og flottur að hann getur auðveldlega verið gólfvasi, og stráin eru líka ný…

Smella hér fyrir Gustaf vasa!

…já svo er réttast að sýna ykkur að fallegi hengistóllinn minn, síðan í sumar er nú kominn inn í dömuherbergið…

…hann hangir reyndar á standinum af gamla stólnum hennar, en þessi er svo mikið þægilegri að daman bað innilega um að fá þennan frekar inn til sín…

…Molinn er líka vel sáttur við þetta allt saman…

…þess ber svo að geta að skrifborðið, stólinn og báðir speglarnir eru líka úr Rúmfó og fást þar enn…

Smella hér fyrir eldri pósta úr dömuherberginu!

….ég gat síðan ekki staðist fallega marmarabakkann og
langaði að sýna ykkur hann á þrjá mismunandi vegu:
Fyrst sjáið þið hann hérna í eldhúsinum undir olíu og salt…

…nú svo er hann æði í stofunni, undir kerti eða styttu eða bara bæði…

…og svo er hann hér í hjónaherberginu, og kjörinn fyrir krem eða skart og alls konar svona smáskraut…

…svo verð ég að sýna ykkur þennan vasa, en ég held að þessi sé einn af eftirlætishlutunum mínum af nýju vörunum. Messing vasi, stór og einstaklega flottur…

Smella fyrir Malias messing vasa!

…vona að þið hafið haft gaman að ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “BBB – heimavið…

  1. Linda Björk Unnarsdóttir
    16.02.2023 at 23:34

    Svo fallegt herbergið hjá henni. Virkilega kósý og hlýlegt 🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *