Margt smátt…

…ég verð strax að benda ykkur á að smáhlutirnir í Húsgagnahöllinni eru alltaf að standa fyrir sínu. Svo dásamlegir vasar, púðar og bara alls konar fallegt fyrir heimilið…

#samstarf

…það er líka gott úrval af körfum og alls konar fallegu basti…

…þessar hérna eru t.d. sérlega fallegar…

…og þessir dúskapúðar – love love…

…en það sem mig langar sérstaklega að benda ykkur á er eldhúsdeildin, en þar fæst alveg endalaust úrval af fallegum brettum, stellum og alls konar til þess að gera eldhúsið ykkar sérlega mikið gúrm…

…hér sjáið þið t.d. alveg hreint geggjaðar piparkvarnir og þessar olíuflöskur eru æði…

…og þessi trébretti, þau er hvert öðru fallegra. Litlu krukkurnar eru svo snilld fyrir grófa saltið…

…ég meina sjáið þetta bara – trébretti og dásamlegir trédiskar á fæti…

…og eins og alltaf, þá er svo gaman að skoða í Húsgagnahöllinni því það er allt svo fallega uppstillt…

…eins og ég hef nú oft talað um, þá elska ég falleg trébretti…

…og þau verða extra falleg þegar þeim er blandað með hvítu og hvítum marmara…

…geggjaðir fyrir sumarpartýin…

…það er svo líka mikið til af fallegu í svörtu leitaui…

…og eldföstu mótin eru til í alls konar stærðum og eru einstaklega falleg…

…svörtu skálarnar finnst mér líka geggjaðar. Þið getið skoðað þá stóru hér – smella!

…og saman verða þessir nytjahlutir að punkti fyrir eldhúsið…

…fallegir kökudiskar á fæti…

…svo er þetta líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þetta eru klassísku Margrethe Rosti skálarnar úr stáli – smella hér til að skoða!

…ó já, svo eru geggjuðu diskamotturnar til núna og á útsölu – smella til að skoða!

Svo verð ég að sýna ykkur nýja stellið frá Broste, en það er alveg einstaklega fallegt og stílhreint!
Smella fyrir Broste Nordic Vanilla stellið!

…mér finnst það alveg sérstaklega fallegt ♥

…langar svo að sýna ykkur nokkra hluti sem komu með mér heim, eða ég er búin að eiga í nokkrun tíma.
Fyrsta ber að nefna Broste bakkana mína, sem þið sjáið hér á borðinu mínu:
Smella til þess að skoða bakkana á útsölu!

…mér finnst þessar diskamottur líka alveg sérstaklega fallegar, stílhreinar og einfaldar – og mjúkar, það skiptir máli. Smella hér til að skoða!

…og ég sagði ykkur að ég elska trébretti – og þessi sko…

…mér finnst svo fallegt að stilla upp með þeim…

…og kannan, hún er líka frá höllinni…

…og svona skálarnar, þær voru ómótstæðilegar…

…og mér finnst þær líka bara æði til þess að hafa á borðinu þar til við verðum með salat, og líka geggjað fyrir ávexti almennt…

…svo er hér smá prufa í gangi eins og þið sjáið…

…leit mín að hinum eina rétta borðstofustól heldur áfram og þessi hérna, hann var næstum fullkominn hingað. Svo þægilegur og flottur…

…en “vandamálið” við hann var að svartar lappirnar sýndu svo vel öll Molahárin sem eru hérna inni, þannig að þetta gekk því miður ekki upp…

…en ef þið eruð ekki að díla við ljós dýrahár, þá mæli ég svo sannarlega með honum…

Smella hér til að skoða!

…vona að þið eigið yndislegan vinnuviku framundan ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *