Sumar í Rúmfó 2022…

…ég var að setja upp sumarhúsgögnin í Rúmfó í gær og var alveg ákveðin í að deila þessum pósti með ykkur á Sumardaginn fyrsta. En það er svo margt fallegt, og 20% afsláttur af sumarvörunum út 21.apríl – þannig að ég varð bara að koma þessu inn í dag.

Byrjum því póstinn á Bíldshöfðanum, og það sem búðin er flott hjá þeim…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…það er alveg ótrúlega mikið úrval núna af fallegri skrautvöru og öðru slíku til þess að nota með á pallinn/garðinn/svalirnar…

…geggjaðar körfur og pottar…

…vasar og pikknikkteppi, og svo eru geggjaðir sólbekkir…

Sólbekkir – smella hér

…þessir hægindastólar voru mikið að heilla, úr áli og svakalega töff…

Vonge hægindastóll – smella hér

…svo er einmitt til sófasett í sama stíl, kemur ótrúlega vel út…

Vongegarðsett – smella hér

…glös og diskar…

…og algjörlega uppáhaldshengistóllinn minn, borðið finnst mér líka æði…

GJERN hengistóll – smella hér
Jungeldal sófarborð – smella hér

…geggjað úti”tjald” fyrir pallinn – eða bara útileguna…

Sólhýsi – smella hér

…úrvalið af settum er líka mikið – og stiklurnar á gólfin eru snilld – hér sjáið þið hvað þær gera mikið…

Gólfflísar – smella hér

…ég setti síðan upp svæðið á milli stigana og notaði fallega sófasettið Vebbestrup þangað…

Vebbestrup settið – smella hér

…svo má ekki gleyma hvað púðar/luktir og allt hitt gerir ótrúlega mikið fyrir svæðið…

…og ekki má gleyma að setja upp borð og stóla, og eiga svona kózý stað til þess að borða úti þegar/ef veður leyfir…

…svo komum við á Smáratorgið, og þar fékk hengirúmið fallega að njóta sín…

Hengirúm – smella hér

…notum svo sama settið – því við viljum að svæðin séu svipuð, en ekki eins…

…uppáhaldshengistóllinn í öðrum lit, þessi er líka klikkað þægilegur að sitja í…

GJERN hengistóll – smella hér

…er svo mikið að hafa gaman að því að raða í þessa risahillu, stólar og alls konar pottar og luktir…

Blómapottar – smella hér

…þessir blómapottar eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér – og stóru stráin í pottunum eru að gera svo mikið…

Terne blómapottasett – smella hér
Markusflue planta – smella hér

…búðin er líka glæsileg og alveg sneisafull af alls konar bráðnauðsynlegu fyrir sumarið…

…og smá nærmynd af gólfstiklunum sem eru snilld…

Gólfflísar – smella hér

…svo verð ég að mæla sérstaklega með útisvæðinu á Smáratorgi, en þar eru útisettinn sérlega aðgengileg og flott að skoða þau…

Útisett – smella hér

…geggjað hornsett með hækkanlegu borði…

Tambohuse – smella hér

…annað töluvert fyrirferðaminna hornsett, og svo er þetta hægra megin nánast eins og mitt…

Ullehuse hornsett – smella hér
Vembgarðsett – smella hér

…svo er auðvitað falleg aðkoman, þó ég segi sjálf frá…

…annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag framundan – njótið ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *