Innlit í Samasem…

…en Samasem er blómaheildsalan sem er á Grensásveginum. Þar sem þetta er heildsala þá er sala afskorinna blóma ætluð fyrirtækjum, en öll útiblóm, jólatré og kransar er öllum frjálst að versla. Sjálf elska ég að fá mér grenibúntin fyrir jólin og annað slíkt – þannig að ég vildi endilega deila með ykkur nokkrum myndum…

Pósturinn er unninn í samvinnu við Samasem!

…þessir kransar eru alveg dásamlegir – risastórir og gordjöss…

…það eru til nokkrar týpur og tvær stærðir…

…fallegu jólabúntin fást núna í blómaverslunum og líka í anddyrinu hjá Hagkaup…

…alls konar grenibúnt, thuja, buxus og margt fleira…

…auk þess er hægt að kaupa jólatré á staðnum…

…Ilexinn er líka mættur, en mörgum finnst hann nauðsynlegur fyrir jólin…

…og falllegu hyasinturnar, en þið sjáið litinn á plastpottunum – það gefur til kynna hvaða litur er á blóminu sjálfu…

…enn fleiri kransar…

…jólarósin er til í ýmsum litum, passa bara að henni verði ekki kalt…

…skemmtilega skrautlegir þykkblöðungar…

…og túlípanarnir í ýmsum litum…

…ég stóðst ekki mátið…

…en það er eitthvað svo fallegt við að mynda svona blómahafið…

…alls konar borðar, flauels og satín og allt þar á milli…

…svo fallegir litlir mosakransar á leiðin…

…skelli hérna inn opnunartímunum fyrir ykkur…

…og talandi um túlípanana…

…ég stóðst ekki málið að kippa með mér tveimur búntum og afskornum hyasintum…

…mér fannst þetta nú næstum minna mig bara á vorið – sem var eiginlega ágætt í öllu þessu myrkri sem er núna…

…yndisleg…

…skellti þeim síðan saman í Alvar Aalto vasann minn, sem auðvitað klassískur fyrir svona…

…ahhhh þetta gladdi mig!

…hér var ég bara með afskornar, hvítar hyasintur…

…loksins fann ég snilldar notkun fyrir jólaketilinn minn…

…njótið dagsins elsku bestu ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *