Helgarblómin…

…ef þið eruð eitthvað eins og ég þá elskið þið að fara inn í helgina með fallegum blómum í vasa. Fullkomið að mínu mati er hreint hús og blóm í vasa, en ef það næst ekki að þrífa – þá munar samt miklu um bara blóm í vasa og kveikja á kerti! Maður reddar sér!

Ég fór í heildverslunina Samasem á Grensásvegi, en þið finnið blóm frá þeim í helstu blómaverslunum landsins, auk þess sem andyrin á Hagkaup eru oftast full af fallegum blómum þaðan!

…eitt af því sem ég elska við haustblómin eru öll berin, hér eru bæði snjóberin og hybericum (en þau geta líka verið græn og fölbleik). Svo eru safaribúntin komin, með stórri fallegri próteu og þessir vendir standa vel og lengi…

…mér finnst líka alltaf æðislegt að kaupa mér bara brúðarslör í vasa. Stendur lengi og alltaf fallegt. Sjálf elska ég þetta hvíta og klassíska, en það er líka hægt að fá það í pasteltónum…

…við getum auðveldlega sagt að það séu blóm í öllum regnbogans litum…

…glöð kona í elementinu sínu…

…eins og þið sjáið þá er ég í milum og fallegum hausttónum…

Blómin voru fengin að gjöf frá heildversluninni Samasem en allur texti og myndir eru frá mér.

…hortensíur eru í miklu uppáhaldi hjá mér, svo endalaust fallegar og svo þorna þær líka vel og maður getur notið þeirra áfram. Svo stóðst ég ekki sedum og snjóber, og safaribúnt…

…setti hortensíurnar í vasa á eyjunni ásamt nokkrum greinum af snjóberum með…

…en í eldhúsglugganum eru snjóber ásamt sedum…

…fannst líka koma ótrúlega fallega út að vera bara með gróft bear gras í könnu í eldhúsinu…

…og munið þið eftir vösunum sem ég keypti á nytjamarkaði á Akureyri í sumar, þeir voru súper sætir og ég skipti einum einum safarivendi á milli þeirra. Stakk nokkrum greinum sem ég átti af ruscus með og finnst þetta koma fallega út…

…blómlegur póstur, allt fullt af blómum!

Eigið yndislegan dag elsku bestu ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

2 comments for “Helgarblómin…

  1. sigríður þórhallsdóttir
    31.08.2021 at 00:17

    Þetta eru alveg svakalega flott blóm 🙂

  2. 02.09.2021 at 10:09

    Dúdda mia… þetta er æði. Ætla að fara i dag og ná mér i blóm🤎

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *