Forsmekkur að herbergi sonarins…

…loksins fórum við í það að breyta strákaherberginu. En syninum dreymdi um að láta uppfæra herbergið svona örlítið fyrir sig, að gera það aðeins svona meira unglings, enda að verða 11 ára.

Hér er póstur með fyrri breytingunni – smella!


Þannig að þegar sonurinn fór í 4ra daga skátamót, þá ákváðum við að koma honum á óvart og gera herbergið fyrir afmælið hans. Ég er því að vinna að pósti fyrir ykkur með öllum upplýsingum, DIY-verkefni og fleira, og hann er væntanlegur innan skamms. En þangað til langaði mig að sýna ykkur bara nokkrar myndir til þess að hita upp…

…innblásturinn kom að miklu leyti frá strákaherberginu sem við gerðum í seinustu þáttaröð:
Smella hér til þess að skoða póstinn!
Smella hér til þess að horfa á þáttinn!

…en það var að sjálfsögðu aðlagað að mínum manni, og við gerðum skemmtilegt DIY úr hillum frá Rúmfó…

…eins og aður sagði, þá er póstinn er vinnslu og þið fáið að sjá meira innan skamms. Margar hafið þið eflaust fylgst með inni á Instagram, og ef það eru sérstakar spurningar sem þið hafið þá er sniðugt að skella þeim bara hér inn!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Forsmekkur að herbergi sonarins…

  1. Anonymous
    04.07.2023 at 20:02

    Glæsilegt hjá thér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *