Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 4. þáttur…

…þá er komið að þætti númer 4. Þáttur sem ég er búin að hlakka mikið til að sýna ykkur, en við erum að taka fyrir barnaherbergi og gera það í raun að meira unglingarými…

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

Eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

…við erum að vinna í herberginu hans Jóhanns, en þið þurfið ekki annað en að horfa á þáttinn til þess að sjá hversu dásamlegur þessi strákur er. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt að gera þetta fyrir hann, og með honum, og ég hlakka til þess að sýna ykkur árangurinn…

Byrjum á hinum klassísku fyrir myndum, sem sýna herbergið eins og það var – stórt og gott rými sem að þeim mæðginum dreymdi um að gera meira kózý og skemmtilegt…

Ég setti upp moodboard fyrir rýmið að vanda og hér finnið þið beina hlekki á þá hluti sem voru valdir inn:

Loftljós – Byko
Hilla – Rúmfatalagerinn
Trékassi – Rúmfatalagerinn
Klukka – Rúmfatalagerinn
Bastkörfur – Rúmfatalagerinn
Stóll – Rúmfatalagerinn
Ledborði – Byko
Hringhilla – Rúmfatalagerinn
Vegglímmiði – Art&Text
Geymslubox – Rúmfatalagerinn
Gardína/grá – Rúmfatalagerinn
Gardína/hvít – Rúmfatalagerinn
Skrifborð – Rúmfatalagerinn
Sængurver – Rúmfatalagerinn
Hnöttur – Dorma
Standlampi – Rúmfatalagerinn
(ekki sá sami og í herberginu, en svipaður
Litur á vegg – Kózýgrár Slippfélagið
Púði appelínugulur – Rúmfatalagerinn
Veggþiljur – Byko
Rammar – Rúmfatalagerinn
Grár púði – Rúmfatalagerinn
Rúmteppi – Rúmfatalagerinn
Grjónastóll – Rúmfatalagerinn
Vegglímmiði – Art & Text
Motta – Rúmfatalagerinn

…fyrst af öllu þarf að fara í það að velja litinn. Það að heilmála í fallegum lit, það er auðveldasta leiðin til þess að gefa hvaða rými sem er fyllingu og kózýfíling. Þannig að þar sem herbergið hans Jóhanns er frekar stórt þá var það strax leiðin sem var valin. Við völdum nokkrar litaprufur frá Slippfélaginu sem fóru á veggi, þar á meðal Kózýgráan og Gauragráan, sem eru báðir úr mínu litakorti…

…og eftir að hafa málað í Kózýgráum og þegar allt var komið saman, þá er þetta útkoman!
Aldeilis fín þó ég segi sjálf frá 🙂

…en í þessu rými þá segi ég óhikað að stjarnan sé þiljurnar sem við settum við rúmið. Gerðum í raun og veru höfðagafl bara úr þeim – þó hann sé ekki “beint” yfir rúminu. Þiljurnar eru 60cm að breidd, og við settum tvær saman…

Þannig að þiljurnar eru 120cm þrátt fyrir að rúmið sé 90cm. Þetta fannst mér koma svo töff út, en við eigum jafnframt smá aukapláss upp á að hlaupa ef að þau ákveða að fjárfesta í stærra rúmi…

…ég var nú aðeins að hanga í fótboltafílingunum og skellti þessu sængurveri á, sem ég fékk í Rúmfó

…síðan var sett velúrrúmteppi yfir, sem passaði vel við veggina og allt hitt, ásamt fallegum skrautpúðum…

…fyrir gluggana fóru síðan þunnar hvítar gardínur, og gráir vængir til hliðanna. Með því að gæta þess að hafa festingarnar ca 30 cm frá glugga hvoru megin, þá myndast auka rými fyrir dekkri vængina sem fellur í raun fyrir veggi en ekki glugga og þannig virkar glugginn sjálfur stærri. Gott lítið trix til þess að blekkja augað. Þið getið lesið allt um þetta í þessum pósti hérna – smella

…eins sér mottan algjörlega um það að “afmarka” svona kózý svæði, bæði við rúmið og fyrir framan tölvuna. Grjónastólarnir, sem eru sennilegast það húsgagn sem ég átti síst von á að nota í sjónvarpsþáttum, eru tveir talsins þarna inni og það fer lítið fyrir þeim. Alveg ekta að geta gaurast í tölvunni, einhverjir í grjónastólum og einhverjir geta verið á rúminu sjálfu…

…eins og sést þá er annar grjónastóll í horninu, reiðubúinn að vera dreginn fram þegar að fleiri þurfa sæti. Jóhann var með vegglímmiða á veggjunum með honum var verulega annt um og því var möst að redda honum nýjum flottum límmiðum…

…ég fékk þau í Art&Text til þess að gera tillögur að fótboltalímmiðum fyrir mig og það var lítið mál…

…og útkoman er svo flott. Svona vegglímmiðar eru snilld til þess að leyfa krökkum að skreyta herbergin sín eftir þemum og slíku því að það er ofureinfalt að taka þá af veggjunum og bara hreinlega skella næsta upp…

…svo var það kommóðan, sem var enn að gegna sínu hlutverki með sóma en orðin svona kannski smá þreytt. Svo langaði mig líka að tengja saman hluti í rýminu, og þarna datt mér í hug að nota þiljurnar flottu úr Byko aftur…

…það sem við gerðum var að kaupa eina auka þilju og saga hana niður í réttar stærðir til þess að setja á sitt hvora hliðina. Síðan þurfti að mjókka hliðarnar aðeins, og það er auðvelt þar sem þiljurnar eru festar saman með hljóðeinangrandi efni sem er einfaldlega skorið frá. Síðan fékk ég snillingana í timbursölu Byko til þess að saga niður fyrir mig borðplötu úr eikinni líka og þar með var toppurinn kominn á. Síðan festum við þetta allt saman innan frá með L-krókum…

…þetta varð alveg gríðarlega stór munur á mublinni og hún færðist alveg yfir á næsta stig…

…eftir stór síðan smávegis af efni og fyrir ofan kommóðuna var þessi misfella í veggnum sem mig langaði alveg ferlega að fela…

…við festum því afgangana okkar, þessar tvær “afklippur” saman, og mynduðum þannig svona línu/rönd upp af kommóðunni. Klukkan er í raun notuð til þess að fela samskeytin…

…þetta er í raun ágætisdæmi um það hvernig er gott að vera alltaf á tánum í svona, hvernig er hægt að taka “mistök” – eins og misfellu í vegg og úr henni verður eitthvað sem gefur rýminu meiri fegurðargildi, í það minnsta í mínum augum…

…fallegar hirslur, eins og þessi bastkarfa, eykur líka töluvert á fegurðargildi tölvuleikjanna, ekki satt?

…ljósið gamla fékk auðvitað víkja, og það var töff kastari með 6 perustæðum sem fékk að njóta sín í staðinn…

…svo var það að gera skrifborðsaðstöðu sem við bættum alveg við þarna inn. En við völdum einfalt skrifborð í Rúmfó, ódýrt en mjög fallegt, og létum síðan einfaldlega sníða eins plötu á það í Byko, eins og við létum saga til á kommóðuna. Allt í stíl þið vitið…

…platan er alveg ofsalega falleg, og gerir borðið enn fallegra, en það þurfti að lækka þverspíturnar að framan, og það var lítið mál að gera það. Mældum bara fyrir þykktinni á plötunni þannig að hún smellpassaði svo ofan á…

…síðan fékk ég þau í Art&Text til þess að gera fótboltann í sömustærð og hringhilluna frá Rúmfó, svona til þess að leika sér örlítið í boltaþemanu. Fyrsta planið var að setja þetta inn í bakið á hillunni, en mér fannst mynstrið týnast svolítið þá og breytti til á síðustu stundu. Fallegi borðlampinn er frá Byko

…kassarnir voru fyrir inni í herberginu, voru áður við rúmið hans. En þarna var það bara töff að setja af sultukrukkum og festa þau með lími, og þá ertu komin með stand fyrir boltana inni í herberginu. Skreyta með nytjahlutum – ég get ekki sagt þetta nógu oft 🙂

…”gamerstóll” með appelsínugulum röndum var kannski ekki sá stóll sem ég hefði valið í hvelli, en hann er ferlega flottur þarna inn og svo með því að vera með smá appelsínugult á móti, þá myndast svona líka fínt samræmi…

…hillan er líka geggjuð, fengin í Rúmfó, og er svo massíf og töff. Blandar skemmtilega saman eikinni og svörtum lit og þar er hægt að leika sér með uppröðum á alls konar hlutum…

…hnötturinn glæsilegi er frá Dorma en nashyrningurinn er frá Byko. Kassar og geymslubox frá Rúmfó

…að lokum verð ég auðvitað að minnast á eftirlætið hans Jóhanns, sem voru ledljósa-borðarnir úr Byko! Smella hér

product image



Þetta er eitthvað sem flestir krakkar eru að elska og það er bara hægt að leika sér svoldið með að finna góða staðsetningu fyrir þetta, þannig að þau fái ljósashowið sem þau vilja og verða alsæl! Náttborðið er líka frá Byko

Svo hinar klassísku fyrir og eftir myndir – hlið við hlið…

…ég vona að þetta hefi ykkur einhverjar góðar hugmyndir, og munið bara að hafa gaman að þessu – þetta eru krakkaherbergi, þetta á að vera skemmtilegt og má vera aðeins útfyrir kassann.


Takk fyrir elsku Jóhann og Sólveig fyrir að sleppa mér lausri þarna inni, þið eruð dásemd!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *