Útsöluinnlit í Dorma…

…og þessar myndir voru teknar í verslun þeirra að Smáratorgi. En í gær hófst einmitt útsala þannig að þið njótið svo sannarlega góðs af því. Ef þið eruð ekki á höfuðborgarsvæðinu, þá er hægt að smella hér til þess að skoða á netinu:

Smella hér til þess að skoða útsölu Dorma í vefverslun!

Dorma er með auglýsingu hér á síðunni en þessi póstur er ekki kostaður sérstaklega og allt myndefni er valið af mér!

…mig langaði sérstaklega að einblína á smávöruna í þetta sinn, þar sem það er svo mikið af fallegu og spennandi skrautmunum til þarna núna…

…búðin er til að mynda stútfull af flottum Búddastyttum (sjá hér), í öllum stærðum. Þessi risastóra sem þið sjáið þarna fyrir ofan er alveg dásemd…

….þessir lampar eru t.d. sérstaklega fallegir, t.d. í svefnherbergið…

…og það er einstaklega mikið til af fallegum ilmkertum (smella), sem er alltaf svona hin fullkomna smágjöf…

…ég er eiginlega með þessa klukku á heilanum, hún er trufluð – og glerskápurinn er það líka – smella til þess að skoða klukkur

…það má auðvitað ekki líta alveg fram hjá sófasettunum, en þarna er mikið af fallegum sófum í öllum stærðum og gerðum…

…annað sem ég var eiginlega að tapa mér yfir eru þessar luktir – stórar og massífar, geggjaðar á pallinn…

…eitthvað fyrir þá litaglöðu…

…dásamlegt hvað fallegt sófaborð getur poppað mikið upp, þetta hérna með marmaraplötu og gulli er gordjöss – smella hér

…svo er hún komin aftur, geggjaða hillan sem ég notaði í Búseta-verkefninu mínu (sjá hér)

smellið hér til þess að skoða hana á netinu, og já – þessi litla klukka er eitt mesta krúttið…

…léttur og fallegur sjónvarpsskenkur, og það er líka gaman að sjá svona fallega stillt upp í versluninni…

…þessir hérna speglar finnast mér æðislegir – smella hér

…sjáið bara þessa kúluvasa í standinum, æði!

…ég var eiginlega alveg að fara að taka þetta borð á hjólum með mér heim, þvílíkt töff. Ekta í eldhúsið og svo er hægt að rúlla því út á pallinn á sumrin…

…geggjuðu Licata sófarnir eru komnir á útsölu – smella hér

…meira af kertum, en þessi Affari mánaðarkerti (smella hér) eru uppáhalds hjá mér – átti svona jóla í desember og það er æði, 50% afsláttur af þeim…

Simplicity kertin og ilmirnir (smella hér) eru líka orðin alveg klassík og að sjálfsögðu líka á útsölunni…

…útiluktir sem eru eins og hús í laginu, með skorsteini og alles, þessar yrðu nú líka sérstaklega fallegar á jólum…

…stórir og veglegir blómapottar á fæti (smella hér) – æðislegir…

…ég er búin að nota þessa velúrkolla (smella hér) þónokkuð – en þeir eru svo flottir til þess að setja með sófaborðum og gera grúbbur…

…þið sjáið líka hérna að Retina skemlarnir (sjá hér), með geymsluplássinu (sjá hér) eru með 20% afslætti og það er snilld hvað það er hægt að gjörbreyta, bara með því að setja skemil í svona fallegum lit og svo púða í stíl. Instant sumarfílingur…

…fyrir þá sem vilja extra létt velúrteppi á rúmin þá eru til mjög fallegir litir í þeim í Dorma, og púðar (smella hér) í stíl í nokkrum stærðum…

…ég fékk síðan fréttir af því að velúrgaflarnir eru allir að koma núna til landsins og eitthvað til af þeim, þannig að ég mæli með að skoða það hratt ef þið hafið verið að bíða!

…meira af fallegum kertum…

…blómapottar og hnettir, allt til þess að gera fallegt í hillu…

…sjáið bara hvað þessir púðar eru fallegir, æði…

…þessir hringir eru æðislegir – hægt að skreyta að vild…

….planið er síðan að gera sérpóst þar sem ég ætla að safna saman því sem ég notaði úr Dorma í þáttunum og þeim verkefnum sem ég hef verið að sýna ykkur undanfarið, þannig að hann er væntanlegur.

…eigið yndislegan laugardag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *