Innlit í Nytjamarkað ABC…

…en hann er núna fluttur að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi í mikið stærra og betra húsnæði. Það er stigi upp á efri hæð ef þið komið að þessu Nýbýlavegs-megin, en svo er líka hægt að ganga beint inn á bakvið húsið – fyrir þá sem ráða illa við stigana. En ég mæli alltaf með að fara í smá svona fjársjóðsleitir og finna hluti sem er hægt að endurnýta og gefa nýtt líf.

Eins vil ég nefnna að Nytjamarkaðurinn er mjög virkur á Instagram og setur inn mikið af myndum af því sem er í boði – smella hér til þess að skoða!

…þetta finnst mér alltaf svo skemmtilegt – að setja saman alls konar svona diska…

…alls konar fallegt gamalt gler…

…og yndislegir kökudiskar…

…hvítt postulín er líka tímalaust og hægt að blanda endalaust saman…

…þessir hérna gætu nú orðið ansi hreint gordjöss á réttum stað…

…ljós sem mætti gera til góða…

…hér er búið að dúlla við lampana…

…perluverk…

…satt er það…

….alls konar myndir og auðvitað líka alls konar rammar…

…þessir stjakar eru svoldið glæsilegir…

…vígalegir þessir…

…stórir og stæðilegir – mætti kannski breyta um lit…

…sýnist þetta vera Old Charm stólar…

…þessi gæti jafnvel orðið útibar bara…

…svo er bara komin helgi – aftur! 🙂

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *