Innlit í yndislegt heimili…

…dásamlegt innlit af síðunni Homes to Love frá Ástralíu. Maddy Evenett er innanhúshönnuður og stílisti sem er fædd í Bretlandi en býr nú í Redhead. Húsið er frá 1950 og var í hennar augum alveg fullkomlega ófullkomið og hún sá tækifæri til þess að gera það að sínu.

Meiri texti og myndir er að finna á Homes to Love – smella hér!

Stíllinn er ótrúlega skemmtileg blanda af afslöppuðum áströlskum strandarfíling og breskum stíl. Hlutir keyptir á ferðalögum ásamt alls konar vintage munum skapa lifandi og heimilislegt andrúmsloft…

Mest af öllu, búðu til heimili sem þú elskar

„Það er svo mikilvægt að búa til markvisst heimili út frá gildum þínum, þörfum og markmiðum. Þegar þú elskar hvar þú býrð, þá bætir það mörgum öðrum sviðum lífs þíns.“
Maddy Evennett

Heimilið er skráð á Airbnb þar sem þau elska að ferðast – sjá hér!

“As a couple who adores hosting friends and family, who prioritise a certain level of detail in personal style and decoration, we have always wanted to host in the boutique rental market. When the opportunity arose to invite others into our tranquil family retreat, we seized it!”

Stofan var fullgerð árið 2016. Til þess að tryggja að hún myndi standast litlar hendur og fætur, segist Maddy hafa valið sófa með áklæði frá Sofa & Soul sem má þvo og skiptir út púðum þegar þörf krefur.

Mjög fallegt og heimilislegt.

Svefnherbergi Maddy og Ben, öðru nafni „helgidómurinn“, var eitt af fyrstu rýmunum sem þau lögðu áherslu á að gera tilbúið. „Þegar þú býrð í endurbótum er gott fyrir hugann að skilja vinnuna eftir á bak við svefnherbergishurðina svo þú getir hvílt þig og endurstillt þig. Franskar hurðir opnast út á dekkið sem umlykur allt húsið, tilvalinn staður fyrir friðsæla morgna með bók og tebolla, segir Maddy.

Geggjaðar innbyggðar kojur í gestaherberginu, fullkomið!

Svartur panill upp á hálfan vegg setur sterkan svip á barnaherbergið.

Dásamlegt útieldhús, bæði fallegt og með miklu notagildi.

Draumaútisvæði fyrir alla fjölskylduna, og auðvitað þá gesti sem leigja húsið!

Þið getið fylgt Maddy á Instgram hérna!

Ljósmynd: Maddy Evennett og hluti texta frá Homes to Love

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *