Mögnuð fegurð…


Hér eru það leikara hjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis, sem manni finnst maður eiga smá í og þekkja, eftir að hafa horft á þau vaxa úr grasi og leika saman í The 70s Show (1998-2006). Þau voru sem sé að gera sér heimili í gamalli hlöðu/búgarði, sem þau hafa gert að alveg einstöku plássi. Sjálfbært allt saman og sérlega fallegt. Ég rakst á myndirnar í Architectural Digest (smella hér til þess að skoða og lesa) og þið fáið að njóta myndanna hér…

Douglas Friedman

Þetta er einstaklega fallegt, þessir gluggar eru auðvitað stór hluti af sjarmanum, en eldhúsið er geggjað og þessi ljós sko…

Douglas Friedman
Douglas Friedman

Þesssi dökki, nánast brenndi viður er svo flottur, þetta gæti orðið t.d. flott í einhverju sumarhúsi…

Douglas Friedman

Mómentið þegar baðherbergi hjá einhverjum öðrum er meira fansí en heimili manns verður nokkurn tímann 🙂

Douglas Friedman

…ég gæti í alvöru bara starað á þessa mynd endalaust. Þetta finnst mér stórkostlegt…

Douglas Friedman

…og ekki er útsýnið verra í hina áttina, eflaust ein fallegasta stofa sem ég hef séð…

Douglas Friedman

…lætur kannski ekki mikið yfir sér, svona héðan séð – en flott…

Douglas Friedman
Douglas Friedman

…það er bara allt fallegt inni í þessu húsi…

Douglas Friedman

…og fyrir utan húsið…

Douglas Friedman

…takið eftir ljósakrónunni sem sést út um “svalirnar” á hjónaherberginu…

Douglas Friedman

…þessir gluggar eru bara það fallegasta…

Douglas Friedman

…jújú, það væri alveg hægt að dvelja hérna um stund…

Douglas Friedman
Douglas Friedman

…þessir dökku viðarveggir eru að venjast svo vel og svo fallegir…

Douglas Friedman

…fallegt barnaherbergi…

Douglas Friedman

…mæli með að smella á hlekkinn efst í póstinum og lesa greinina, þau hjónin eru æðisleg, og við getum verið sammála um að þetta er geggjað fallegt ♥

Douglas Friedman

All photos via ArchitecturalDigest.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *