Svo mikil fegurð…

…sum blóm eru einfaldlega fallegri en önnur, og ég held að bóndarósin verði að teljast þar á meðal. Þessi risastóra dásamlega rós er einfaldlega eins og drottning annara rósa og næstu vikurnar eigum við eftir að sjá urmul af henni, þar sem hennar aðalblómgunartími er núna og því nóg af henni í búðum…

Blómin voru fengin að gjöf frá heildversluninni Samasem en allur texti og myndir eru frá mér.

…ég fór í Samasem Heildverslun á Grensásveginum og féll nánast í stafi við að skoða allar þessar dásamlegu rósir sem eru að koma í blómabúðirnar, og líka í Hagkaup, um þessar mundir…

…ég fékk mér fölbleikar og hvítar og ákvað að setja þær saman í vasa…

…og já, ef þið gætuð bara fundið ilminn, en hann er jafn góður og þessar rósir eru fallegar…

…auk þess voru að koma alveg yndislegar Hortensíur, sem eru einstaklega flottar…

…ég bíð núna bara spennt eftir að bóndinn beri á pallinn þannig að hægt verði að gera hann huggulegan og setja blóm og almenn huggulegheit…

…þið getið bara rétt ímyndað ykkur hvað hún á eftir að verða enn dásamlegri þegar að hún fer að blómastra af fullum krafti…

…ég ákvað síðan að færa bóndarósirnar í stærri vasa til þess að leyfa þeim að njóta sín enn betur, og þessi hérna “vasi” er í raun lukt frá Rúmfó. Kostar mjög lítið en er svo dásamlega falleg – smella hér til þess að skoða!

…eigið yndislegan dag ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *