Vorið hjá Magnolia…

…ég hef alltaf svo gaman af því að skoða myndir frá “fyrirheitna landinu” – sem er sem sé fyrir Magnolia verslunin hennar Joanna Gaines í USA. Þau gjörbreyta búðinni fyrir hverja árstíð og nota alltaf nýjar skreytingar og uppstillingar, og þetta er alltaf ævintýri líkast. Í þetta sinn er það auðvitað vorið, og laukblómin eru alls ráðandi. Þannig að við skulum skoða og njóta…

…mér þykja þessir handgerðu hangandi túlípanar alveg dásamlega fallegir – þvílíkt fallegt skraut í t.d. gluggaútstillingar…

“Hvert túlípanablað var handskorið úr kreppappír, síðan límt með pílukasti og vír til að teygja hvert petal í rétta lögun. Krónublöðunum var síðan dýft í vax mörgum sinnum til að gefa aðeins lýsandi útlit. Til að mynda blómið var 5-6 petals snúið saman og síðan málað með gagnsæjum blæ. 

Alls hanga 250-300 túlípanar upp úr loftinu og hver hluti ferlisins var gerður að fullu með höndunum. Eins og alltaf erum við undrandi á því hvað sjónrænt teymi okkar getur gert! “

…túlípanarnir eru greinilega þemablómið í ár, og þeir eru sérstaklega fallegir á skiltinu við hurðina þegar gengið er inn, en þar er sett upp ný setning við hverja árstíð – sem er þá tengd skreytingunum: Beholding the Beauty of the here and now, geti útlistast sem: Að sjá fegurðina í augnablikinu…

…þetta er svakalega vinna sem fer í þetta, og það er hægt að sjá videó á netinu af þessu, en þau vinna iðulega heilan sólarhring. Frá því að búðinni er lokað, alla nóttina, og svo er opnað með nýrri árstíð næsta dag (eftir því sem ég best veit)…

…risavaxnir túlípanar vaxa í gegnum útstillingaborðin og minna óneitanlega á Lísu í Undralandi…

…það sem ég er hrædd um að Visakortið mitt fengi að stynja þegar og ef ég kemst einhver tímann á staðinn…

…en allar vörurnar þarna eru svo fallegar og það er alltaf gaman að sjá þegar svona mikill metnaður er lagður í útlit búðar og uppstillingar…

…dásemd…

…unnið hörðum höndum…

Smellið hér til þess að skoða nánar á heimasíðu Magnolia!

Ef ykkur langar í göngutúr um búðina, þá er t.d. hægt að horfa á þetta myndband:

All photos via Magnolia.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *